Sérkennilegt að fara um svæði "vetrarveðursins".

"Búast má við slyddu eða snjókomu á fjallvegum" er setning, sem heyrst hefur um einstaka landshluta undanfarna daga. Færð á vegum 3.6.19 (1)

Ekki veldur sá sem varar, segir máltækið. Þegar hitinn er rétt við frostmark getur úrkoma fallið í formi snjókomu og því rétt að vara vegfarendur við. 

Af þessum sökum þorði síðuhafi ekki annað en að breyta ferðaáætlun sinni í ferð til Akureyrar síðastliðinn föstudag til þess að skemmta þar á laugardagskvöld og til baka aftur í gær að því leyti til, að hann fór ekki á vespuvélhjólinu sínu vegna þess að það var komið á sumardekk. Færð á vegum 3.6.19 (2)

Á hjóli er gildir allt annað en á bíl varðandi það, að það má alls ekki skrika til í hálku á hjólinu, en gerir minna til á bíl.

Bíll konu minnar, sem var sá ódýrasti og ódýrasti í rekstri þegar hún fékk sér hann fyrir tæpum fimm árum, var á sumardekkjum, en það kom ekki að sök, því að allan tímann, að meðtöldum deginum í dag, hefur verið greiðfært um allar helstu leiðir á norðan- og austanverðu landinu, þrátt fyrir aðvaranir um mögulega hálku og snjóþekju. Þetta sést þegar litið er á kort Vegagerðarinnar af vegum á norðanverðu og austanverðu landinu nú síðdegis, mánudaginn 3. júníHvammur 31.5.19

Að vísu var alveg einstaklega napurt í fyrrinótt á Akureyri og jaðraði við slydduhraglanda. 

En á suðurleiðinni var jafn snjólétt í fjöllum og verið hafði á leiðinni norður. 

Raunar hefur veðurlagið í vor gert það að verkum, að ég hef ekki séð fjöllin í Húnavatnssýslum jafn auð síðan ég fór að ferðast árlega um allt land fyrir réttum 60 árum. 

Ég fór venjulega í sveitina í Langadalnum 2. júní á sjötta áratugnum, og þá voru skaflar ofarlega í Hvammsfjallinu, svo sem í Tröllaskarðinu, sem héldu stundum velli vel fram á sumar. Langidalur 31.5.19

Nú er enginn skafl eins og sést á myndinni, sem var tekin á leiðinni um Langadalinn, þótt það glytti í ræfilsskafl í fjallsbrún í rúmlega 700 metra hæð á Holtastaðafjallinu.

Neðri myndin er tekin utarlega í Langadal með útsýni yfir til Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls.

Ástæðan er sú, að heimskautaloftið sem þrýstist úr norðri yfir landið, er svo þurrt, að snjókoma nær sér ekki á strik þrátt fyrir hryssinginn.

 


mbl.is Spá snjókomu eða slyddu á fjallvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband