"Kappsmál" að draga úr notkun öryggisatriða?

Ef það væri rétt, sem nú er haldið fram i umræðum um hjálmaskyldu, að hjálmarnir geri ekkert gagn og að jafnvel sé betra að vera hjálmlaus en með hjálm, er spurning hvers vegna er yfirleitt verið að framleiða hjálma. 

Það tók tíma á sínum tíma að lögleiða hjálma hjá keppnisfólki í bílaíþróttum, svo sem í rallakstri og í hesta- og hjólaíþróttum. 

Síðuhafi byrjaði að nota hjálm í rallakstri fyrir meira en 40 árum og fljótt urðu með í för veltibúr, fjögurra punkta belti og fleiri öryggisatriðum sem drógu stórlega úr þeirri áhættu, sem akstrinum fylgdi. 

Að sama skapi jókst ánægjan við þátttökuna við að upplifa gildi þessara atriða til þess að komast hjá meiðslum. Náttfari við Engimýri

Síðuhafi hóf síðan notkun tveggja orkuknúinna hjóla 2015-2016 þar sem hjálmar, ökklaklossar hanskar með handvörn og hnéhlífar voru lágmarks atriði og olnbogahlífar eru næstar á lista. 

Reynslan af hjálmi og ökklahlífum var ótvíræð; annars hefði ekki verið hægt að brjóta framrúðu í bíl með höfðinu í öðru slysinu án meiðsla og sleppa alveg við ökklameiðsl í hinu. 

Alveg frá upphafi þessa hjólatímabils fyrir fjórum árum, hefur verið lýsing og umræða á þessari bloggsíðu á góðri og gefandi reynslu og ánægju af ánægjunni sem fylgir því að standa sem best að iðkun mjög gefandi útivistarsports, sem þar að auki er hryggjarstykkið í því að minnka kolefnissporið, spara orku- og ferðakostnað og taka þátt í orkuskiptunum. 

Sérkennilegt er að sjá því haldið að fólki, að það sé meira gefandi og raunar "kappsmál" að nota engar varnir eða öryggisatriði, af því að með því auk auka spennu og kæruleysi sé verið að lokka fleiri til þess að nota hjól.

Enn sérkennilegra er að sjá því haldið fram, að í stað hjálmaskyldu á hjólum, sé meiri ástæða til að skylda bílstjóra til að hafa hjálma.

Síðuhafi myndi að vísu alveg vera til í að fylgja því að ævinlega séu hafðir hjálmar á höfðum í farartækjum vegna góðrar reynslu af því í rallakstri, jafnvel þótt mikill árangur hafi náðst með skyldunotkun bílbelta og sjálfvirkra höggpúða. 

En belti og púðar eru af augljósum ástæðum ekki tiltæk úrræði á reiðhjólum og vélhjólum. 

Eftir meira en 40 ára reynslu á eigin skinni varðandi öryggisatriði í akstri er erfitt að sjá af hverju á beinlínis að slá af öryggiskröfum, sem tók mikið erfiði á sínum tíma að berjast fyrir, svo sem varðandi skyldunotkun bílbelta.

Varla hefði mann órað fyrir því á tímum baráttunnar fyrir bílbeltin, að hliðstæð barátta blossaði aftur upp fjórum áratugum síðar. 

Á að trúa því að það sé svo leiðinlegt að iðka sport með því að njóta kosta öryggisatriða að það fæli flestalla frá því? 

Eitt af fjórum tegundum frelsis sem Roosevelt Bandaríkjaforseti boðaði á sínum tíma var frelsi frá ótta; að draga úr óttanum eins og kostur væri. 

Að þeysa um án öryggisatriða hlýtur að skapa aukinn ótta miðað við það að hafa ekkert slíkt um hönd. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hjálmaskylda verði til 16 ára aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband