Gott ef búið er að vinna bug á lokamínútudraugnum.

Í leik Albaníu og Íslands í dag skipti mestu máli að halda íslenska markinu hreinu. 

Það eitt er afar dýrmætt og fagnaðarefni. 

Í of mörgum leikjum síðustu misseri hefur íslenska liðið tapað vegna marka, sem það fékk á sig undir lok leiksins, og það getur til dæmis stafað af því að leikaðferðin hafi útheimt svo mikla eyðslu orku  og úthalds, að einbeitingu og snerpu hefur skort á mikilvægum augnablikum undir lok leiksins. 

Mjög mikilvægt er að dreifa orkunotkuninni þannig, að hún endist leikinn til enda, og enda þótt eittvað kunni að hafa skort á glæsileika í spilinu, skiptir mestu að hala öll stigin þrjú innfyrir með tiltækum ráðum, útsjónarsemi og yfirvegun. 


mbl.is Perla Jóhanns í mikilvægum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband