Ágætt að greinin leiti jafnvægis.

Ef það að ferðamannafjöldinn hér á landi sé ígildi hruns af því að hann heldur ekki áfram að vaxa á stjórnlausum hraða, virðist hugarfarið sem olli raunverulegu hruni í efnahagslífinu 2008 enn vera lifandi, með sinni miklu kröfu um endalausan vöxt.

En þetta er hugarfar sem er að keyra rányrkju á auðlindum og þröngsýna skammmgræðgishugsun jarðarbúa út í raunverulegar ógöngur á heimsvísu. 


mbl.is Segir tal um hrun í greininni kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var vaxandi hagvöxtur sem kom okkur út úr hruninu. Vöxturinn er það sem fjármagnar fjölgun íbúanna og bætt kjör. Það sem fjármagnar aukinn kaupmátt, hærri bætur til aldraðra, mennta og heilbrigðiskerfis. Samdráttur eða kyrrstaða kallar á versnandi kaupmátt og lægri bótagreiðslur, menntakerfi sem ekki stækkar í takt við fólksfjölgun og heilbrigðiskerfi sem veitir lakari þjónustu. Fjórðungs fækkun ferðamanna kallar á minni útgjöld ríkisins og versnandi kjör almennings.

Það má vel vera að krafan um bætt kjör, hærri bætur og betri þjónustu sé "þröngsýn skammmgræðgishugsun". En ætlar síðueigandi þá sjálfur að hafna kjarabótum og góðri heilbrigðisþjónustu jörðinni til bjargar? Eða eru það einhverjir aðrir en hann sem eiga að sætta sig við slíkt?

Vagn (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband