Sífellt erfiðara að átta sig á uppruna bílanna.

Langdýrasti og flóknasti hluti hvers bíls er miðstykkið og meginlínurnar í "skelinni" sem bíllinn sem heild er myndaður af. 

Þannig eru bílarnir Kia Picanto og Hyundai i10 í grunninn sömu bílarnir og svipað gildir um fleiri bíla þessara bílaframleiðenda. 

Lengi vel voru nýi Fiat 500 og Ford Ka sami bíllinn, þótt ótrúlegt megi virðast, því að slíkur var útlitsmunurinn, Fiatinum í vil. 

Fiat og Chrysler hafa verið í samvinnu og það sést vel á úrvalinu af fjórhjóladrifnum bílum hjá umboðinu hér á landi, þar sem Jeep-bílar og sams konar Fiatbílar eru á boðstólum. 

Hjá mörgum framleiðendum er sami undirvagninn eða miðstykkið undir þremur mismunandi gerðum bíla, þ.e. megingerðinni eins og Volkswagen Polo eða Golf, síðan sams konar bíl nema að yfirbyggingin er hærri, og loks enn hærri bíl, sem býðst oft með fjórhjóladrifi en þó í æ minna mæli, því að fyrir kaupandann er það meira atriði að bíllinn sýnist vera "jeppi" heldur en að hann sé það!Suzuki Alto´2014

Langvinsælasti bíllinn á Indlandi er Maruti, sem er í grunninn Suzuki Alto. Sá bíll í meginatriðum var seldur hér á landi sem ódýrasti og einfaldasti bíllinn á tímabili, og var framleiddur á Indlandi, þótt hann héti Suzuki Alto og nær allir héldu að hann væri framleiddur í Japan. 

Næsta stærð fyrir ofan, Suzuki Swift, er framleiddur í Ungverjalandi, en gott dæmi um það að jafnvel hjá íslensku bílaumboðunum komu fordómar í garð framleiðslulanda í veg fyrir það að bílar af Dacia gerð væru fluttir til Íslands einmitt þegar þeirra var mest þörf, en það var í Hruninu. 

Þá hefði verið hægt að bjóða barnafjölskyldum upp á sjö manna fjölskyldubíl fyrir lægra verð en Yaris! Að ekki sé minnst á Dacia Duster, en tafið var í áraraðir að sá bíll yrði boðinn hér á landi. 

Síðuhafi talaði við ýmsa menn í bilabransanum um möguleikana á því að flytja Dacia bílana inn en fekk bara gömlu svörin um "austantjaldsdrasl" rétt eins og kommúnisminn væri enn á fullu í Ungverjalandi og Rúmeníu. 

Aðeins þurfti að líta á sölutölur í Þýskalandi til að sjá hve góður markaður var fyrir þessa bila, enda er 1361 cc dísilvélin frá Renault einhver sú besta í heimi og varð hlutskörpust í sparaksturskeppni FIB 2016. 

Fyrir nokkrum árum ók síðuhafi á Suzuki Alto frá Reykjavík upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum með bensíneyðslu upp á minna en 5 lítra á hundraðið, en einn skæðasti hælbíturinn í athugasemdunum klikkaði á því að líta á myndina af þeim litla á flugvellinum og hellti sér yfir það hvílíkt bruðl með eldsneyti ætti sér stað í ferðinni. 

Hefði verið gaman að setja hér inn mynd af Súkkunni, þar sem hún er komin langleiðina í Loðmyndarfjörð fyrir tveimur árum, en af tæknilegum ástæðum verður það að bíðá til morguns. 

 


mbl.is Hætt við samruna Renault og Fiat Chrysler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband