14.6.2019 | 19:47
Beltið og axlaböndin enn og aftur.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra, sem fyrstur byrjaði á því að tala um fyrirvara við 3. orkupakkan með því að líkja þeim við belti og axlabönd, og fékk sérfræðingana Stefán Má Stefánsson og Friðrik Árna Friðriksson Hirst til þess að lýsa lagaumhverfinu betur, lenti fljótlega í vandræðum með allt málið, sem enn sér ekki fyrir endann á.
Þegar þáttarstjórnandi í Kastljósþætti nefndi mat matsmannanna á meðferð málsins í sameiginlegu EES nefndinni, snupraði ráðherrann þáttarstjórnandinn og sakaði hann um að hafa ekki lesið álitsgerðina.
Þátturinn var á enda og enginn tími til að komast út úr þessari smjörklípuaðferð ráðherrans.
En það var skammgóður vermir fyrir ráðherrann, því að fram að þessu hefur hann verið flæktur í beltið og axlaböndin og ummæli manna eins og Baudenbacher og Friðriks Árna um þau, sem æ fleiri sjá hvers eðlis þau eru.
Það er ekkert athugavert við það að Íslendingar bæti úr vanrækslunni frá 2017 og taki málið upp í sameiginlegu nefndinni; við höfum fullan rétt til þess og brjótum engin ákvæði EES samningsins með því þótt Norðmenn vilji beita okkur eins konar ofbeldi í málinu í krafti þess að þeir séu 15 sinnum stærri þjóð en við og með 150 sinnum fleiri íbúa en íbúar Lichtenstein eru.
Að þjóðarrétti eru allar aðildarþjóðirnar jafn réttháar og eiga rétt á að láta ganga úr skugga um það að axlaböndin séu ekki svo löng, að buxurnar náist ekki upp fyrir hné og að beltið sé ekki svo trosnað eða með of fá göt til að hald sé að því.
Skapar lagalega óvissu og áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 20:28
Mér hefur oft þótt undarlegt þegar því sé haldið fram að þegar útlendingar kaupi jarðir þá gildi þar lög þeirra heimalanda og þeim sé frjálst að byggja Kínverska bæi, verksmiðjur, hafnir, flugvelli o.s.frv.
Eins það að allar ESB og flestar EES þjóðirnar hafi þegjandi búið við ofríki og fullveldisafsal í bráðum 10 ár sem skuldbindur þær til að gera sitt ýtrasta til að greiða fyrir lagningu fyrirtækja á gasleiðslum og háspennulínum inn og út úr landhelgi, þvers og kruss um fjöll og dali, gegnum borgir og bæi, yfir tún og akra, alveg óháð vilja og hagsmunum íbúanna.
Og að Klaustursblessaðir Miðflokksmenn séu þvílíkir snillingar og ofurmenni að þeir einir þingmanna sjái þessi sannindi er ekki bara undarlegt heldur einnig alveg fáránlega ótrúlegt.
Það er margt undarlegt þegar maður pælir í því en auðskilið ef maður sleppir því.
Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.