15.6.2019 | 08:17
Skipulagslaus ringulreið og æðibunugangur.
Á örfáum misserum hefur umhverfi virkjunar- og umhverfismála orðið að hálfgerðu skrímsli hér á landi.
Allt í einu spretta upp tugir, jafnvel hundruð virkjanaáforma um allt land, þar sem sægur verktaka og fjárfesta hyggjast láta til sín taka á sviði vindorkugarða og vatnsaflsvirkjana, auk þess sem hörð barátta er háð fyrir vaxandi rányrkju á þverrandi jarðvarmaorku á Reykjanesskaga.
Ekkert landsskipulag er til með heildaryfirsýn yfir heppileg vindorkuvirkjanasvæði, heldur er komið í gang skefjalaust kapphlaup nýrra fjárfesta og virkjanafíkla víðsvegar, þar sem grunnurinn er kaup á verðlitlum bújörðum eða eyðijörðum hvar sem því verður við komið.
Ótrúlegar tölur koma upp: 100 nýjar smávirkjanir á Tröllaskaga einum.
Hundrað nýjar tíu megavatta virkjanir um allt land, sem gætu gefið samtals afl á við heila Kárahnjúkavirkjun.
Túrbínutrix í formi leyfisveitinga til þriggja "tilraunavindmylla" sem eru hærri en tvær Hallgrímskirkjur hver og verða auðvitað þær fyrstu af 70 við Búðardal.
Sú stórvirkjun, 130 megavött í byrjun, styðst eingöngu við kaup á ódýrri eyðijörð, sem er dæmi um nýjan landeigendaaðal, sem er að skjóta rótum hér á landi og kaupir sums staðar upp heilu dalina, jafnvel á svæðum, þar sem virkjanakostir hafa farið í verndarflokk.
Mikilvægt að leyfisveitingar til virkjunar og raflína fari samhliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er ekki hagavatnsrykið frábært komið til reykjavíkur. það þarf oft ekki mikið til að 9.9 virkjanir verði helmingi stærri. tungufljót gæti séð öllum heimilum í piskupstúngum fyrir rafmagni ef ef ylla færi í þjórsá. má virkjanir og vindmillugarðar gætu hentað víða. en það er rétt þetta er nokkuð skipulagslaus ruglingur í svokölluðum smávirkjunum. en verð ómari hagavatnsrykið að góðu eflaust mikið af steinefnum í því ómengað af hálendinu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 10:33
Nú þegar sést hvernig Sandvatn, sem stækkað var á sínum tíma með stíflum, er að byrja að fyllast upp af aurframburði. Á endanum mun vatnið fyllast allt upp og svæðið, sem sandfokið er úr, verða meira en það var nokkurn tíma áður.
Sama myndi gerast með Hagavatn, því að um uppfyllingu svæðisins gildir það sem ég hef kallað skómigustefnu, þ. e. að bráðabirgðalausn muni á endanum gera ástandið verra en nokkru sinni fyrr.
Ómar Ragnarsson, 15.6.2019 kl. 13:00
afhverfu fyllist sandvatn það er vegna þess að stíflur voru gerðar. annars væri sandvatn en á hreyfingu og dreifði sandi alt í kringum sig en í dag þökk sé heimamönum en fengu litla þökk fyrir á sinum tíma . þrátt fyrir töluverða beit á svæðinu þarf lítið að hjálpa svæðinu öfugt högnahöfðann. þar sem er áhrifasvæði hagavatns. til að hagavatn fyllist upp þarf að hækka yfirborðið verulega svo aurinn komi ekki uppúr svo aðstæður við hagavatn eru svipaðar og við sandvatn áður en stíflur voru gerðar eflaust vill ómar bíða eftir að sandkeilan sem hægt og sigandi röltir til byggða komist alla leið áður en gripið er til aðgerða. skiptir einhverju máli hvar fossinn kemur niður af fjallinu. með smá heppni gæti stóra grjótá komið aftur sem myndi auka dreifingu vatns á haukadalsheiði tveir lækir í stað eins. svokölluð bráðabyrðalausn mun hækka yfirborð með tímanum að fjallshlíðum. á meðan gétur ómar farið ræktað sandinn nú þegar hefur verið sóða mörgum milljónum sem litlu hefur skilað nú hefur hagavatn dreift leir og drullu í um 100ár án nokkura framfara á landi hvað vill ómar bíða í mörg á enn vill hann endurtaka holt og landsveitar ástandið ? mun þáq stíplun gera astandið vera þar.? menn verða að gera uppgræðsluna skipulega. menn eru að gera tilraunir við kárahnjúka sem vonandi heppnast.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 13:57
afsakaðu munu stíflur sandvatns verða til vandræða í framtíðinni er rök ómars eiga að halda mun með hagavatn mun það lika gerast við sandvatn
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 14:00
svona er að lesa ekki nægjanlega til að leiðrétta þá var sandvatn minkað en ekki stækkaðog eithvað er langt síðan ómar hefur farið að sandvatni
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.