4.7.2019 | 16:57
Gangandi vegfarendur verða líka að hlusta og heyra.
Það er sjálfsagt öryggismál að hljóð til viðvörunar heyrist í rafbílum þegar þeim er ekið nálægt vegfarendum.
Rétt eins og að gamla, góða reiðhjólabjallan er nauðseynlegt tæki til þess að gefa upplýsingar um ferð reiðhjóls.
En það þarf tvo til að skilaboðin virki, annars vegar þÁ sem gefa skilaboðin og hins vegar þá sem þurfa að fá þau.
Og því miður eru alltof margir gangandi og jafnvel hjólandi vegfarendur með tappa í eyrunum og hlusta á tónlist eða útvarp þegar þeir eru í umferðinni.
Þess vegna er bjölluhringing gagnslaus sem viðvörunar- og öryggistæki á reiðhjóli gagnvart þessu fólki, sem hefur lokað sig inni í eigin afmörkuðum heimi með heyrnarskjól eða eyrnatappa og fyllir á sér hausinn af firrandi tónlist eða tali.
Reynsla síðuhafa í ferðum á rafreiðhjóli er sú, að notkun reiðhjólabjöllunnar sé að mestu horfin, annað hvort vegna þess að of margir hafa lokað sig gagnvart henni, eða vegna þess að fólk misskilur bjölluhringinguna og finnst hún vera merki um frekju og dónaskap.
Það felst varasöm firring í því að rjúfa tengslin, sem hljóð gefa á milli vegfarenda, að ekki sé nú talað um þegar rofin eru tengslin sem sjónin gefur á milli vegfarenda með því að vera upptekinn við lestur snjallsíma eða annars á ferðum sínum.
Rafbílar verði með vélarhljóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.