8.7.2019 | 00:08
Mætti prófa járnkarlskast.
Þegar síðuhafi var í sveit sem strákur, reyndum við strákarnir á bænum að stunda sem flestar íþróttir. Frændinn á bænum bjó til skemmtilega þríhyrnigslaga mælistiku, sem líktist sirkli þar sem réttur metri var á milli oddanna.
Með þessu mældi hann 100 metra og 400 metra til að hlaupa. Ellefu ára voru tímarnir og Hvammsmetið 17 sekúndur og 1 mín og 44 sekúndur.
Búnar voru til heimasmíðaðar hástökks / stangarstökkssúlur og stangarstökkið framkvæmt með hrífulausu hrífuskafti. Kúla, kringla og bolti voru á bænum.
Hvammsmetið þegar við vorum 12 ára var 1,44 m í stangarstökkinu og átti Dinni það.
En langvinsælasta greinin var járnkarlskast.
Það hafði þann kost, að það kostaði lítið rými og járnkarlinn var af staðlaðri stærð.
Hvammsmetið var 7,44 m og karlinum hent með báðum höndum.
En það var líka hægt að nota tvo aðra stíla, sama og í spjótkasti, eða að kasta "utanhandar."
Axarkast í Heiðmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.