Litlu verður Vöggur feginn.

"Metánægja með Trump" segir í fyrirsögn um niðurstöður skoðanakannannar um ánægju eða óánægju með störf Donald Trumps. En þegar rýnt er í fréttina kemur í ljós að enginn forseti í sögu nútíma skoðanakannana hefur haldið jafnmörgum jafnóánægðum jafnlengi, en tölurnar eru: 

Ánægðir:  44%

Óánægðir: 53%

Ef jafn óhagstæðar tölur eru tilefni til að fagna fyrir Trump, má segja að hið fornkveðna gildi, að litlu verður Vöggur feginn. 

 

 

 


mbl.is Metánægja með Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Trump tekst að koma friði á milli norður og suður Króeu þá ætti hann að fá friðarverðlaun Nóbels.

Friður milli þessara ríkja væri mun skiljanlegra afrek en hvað Obama gerði fyrir sín friðarverðlaun

Grímur (IP-tala skráð) 8.7.2019 kl. 10:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Obama átti ekki skilið að fá sín verðlaun. 

Ómar Ragnarsson, 8.7.2019 kl. 14:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nánar: Getur einhver útskýrt það núna, hvers vegna Obama fékk þessi verðlaun en ekki aðrir forsetar á undan eins og Carter og Clinton?

Ómar Ragnarsson, 8.7.2019 kl. 14:50

4 identicon

https://www.nobelprize.org/prizes/peace/2009/obama/facts/

Ello (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband