8.7.2019 | 09:45
Litlu verður Vöggur feginn.
"Metánægja með Trump" segir í fyrirsögn um niðurstöður skoðanakannannar um ánægju eða óánægju með störf Donald Trumps. En þegar rýnt er í fréttina kemur í ljós að enginn forseti í sögu nútíma skoðanakannana hefur haldið jafnmörgum jafnóánægðum jafnlengi, en tölurnar eru:
Ánægðir: 44%
Óánægðir: 53%
Ef jafn óhagstæðar tölur eru tilefni til að fagna fyrir Trump, má segja að hið fornkveðna gildi, að litlu verður Vöggur feginn.
Metánægja með Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Trump tekst að koma friði á milli norður og suður Króeu þá ætti hann að fá friðarverðlaun Nóbels.
Friður milli þessara ríkja væri mun skiljanlegra afrek en hvað Obama gerði fyrir sín friðarverðlaun
Grímur (IP-tala skráð) 8.7.2019 kl. 10:17
Obama átti ekki skilið að fá sín verðlaun.
Ómar Ragnarsson, 8.7.2019 kl. 14:47
Nánar: Getur einhver útskýrt það núna, hvers vegna Obama fékk þessi verðlaun en ekki aðrir forsetar á undan eins og Carter og Clinton?
Ómar Ragnarsson, 8.7.2019 kl. 14:50
https://www.nobelprize.org/prizes/peace/2009/obama/facts/
Ello (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.