Ekki veitir af. Þótt fyrr hefði verið.

Fyrir tveimur áratugum var hægt að syngja þetta um verðmæti náttúruundra Íslands: 

"Við vitum ekki´enn að við eigum í raun 

auðlind í hraunum og söndum, 

sléttum og vinjum og urðum og ám 

og afskekktum, sæbröttum ströndum."

Jack D.Ives, þekktur vísindamaður sem vann lengi fyrir UNESCO vegna Heimsminjaskrár stofnunarinnar lýsti því í fyrirlestri fyrir tæpum 20 árum, að Vatnajökull og svæðið umhverfis hann ætti tvímælalaust heima á þessari skrá, sem vekur ekki einasta athygli á viðkomandi fyrirbæri um víða veröld, heldur skapar heiður fyrir land og þjóð sem síðan getur orðið hrein efnahagsleg auðlind í krafti frægðar og viðskiptavildar. 

Það var ekki fyrr en í kjölfar tveggja íslenskra eldgosa, sem skóku flugsamgöngur víða um lönd 2010 og 2011 sem náttúruundur Íslands komu landinu svo rækilega á kortið að af því spratt mesti efnahagsuppgangur í sögu landsins. 

Á síðustu níu árum hafa streymt inn í landið gjaldeyristekjur sem nema samtals tveimur til þremur þúsundum milljóna króna. 

Þess vegna veitir ekki af að huga að því að standa undir því hlutverki að varðveita og vernda þau verðmæti sem eru undirstaða þessarar verðmætasköpunar. 

Rannsókn hefur sýnt að fjárveitingar til þjóðgarða skila sér minnst tuttugufalt og það blasir við að þrír milljarðar innan við eitt prósent af því sem náttúruverðmætin gefa af sér. 

 


mbl.is Þrír milljarðar til verndar náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband