Gaman yrði að sjá Porsche Taycan á frægustu klifurbraut heims.

Fyrst það er fréttnæmt hvernig hinn nýi rafbíll Porsche Taycan spjarar sig á hinni frægu Goodwood hæð, yrði spennandi að sjá hann á fullri ferð æða upp frægustu klifurbraut heims, sem liggur upp á hið 4302ja metra háa fjall Pikes Peak í Kolorado í Bandaríkjunum.  

Sú braut er 20 kílómetra löng með 1440 metra klifri í 156 beygjum. 

Á ferð í Bandaríkjunum 2002 gafst færi á að aka upp þessa braut á venjulegum bensínknúnum bíl, en vegna þess að stór hluti leiðarinnar var enn malarvegur þá,var hægt að prófa nokkra rallaksturstakta á leiðinni. 

Í mörg ár hefur rafbílum vegnað sérstaklega vel í árlegri klifurkeppni vegna yfirburða rafhreyflilsins yfir bensínhreyfilinn hvað snertir einfaldleika og jafnt tog upp allan snúningshraðaskalann. 

Af því að rafhreyfill þarf ekki að nota súrefni hefur hæðin ekki sömu áhrif á hann og eldsneytisknúnir hreyflar, og einfaldleikinn gerir það að verkum að bílarnir geta verið "tveggja hreyfla" með drifi á öllum hjólum, elskar rafhreyfillinn keppni eins og upp Pikes peak.

Hafa rafbílar raðað sér í efstu sætin í klifurkeppninni frægu og sett mörg met. 

 


mbl.is Porsche Taycan á „hátíð hraðans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband