Húsnæðiskostnaðurinn þung byrði fyrir marga.

Húsnæðiskostnaðurinn, bæði þegar um eign eða leiguhúsnæði er að ræða, felur í sér einhver þungbærustu gjöldin í heimilishaldi tugþúsunda fólks hér á landi. 

Einkum er það láglaunafólk og ungt fólk, sem þetta bitnar á. 

En það er eins og þetta ástand sé eitthvert náttúrulögmál sem enginn mannlegur máttur ráði við og þess vegna er bara yppt öxlum og ástandið heldur áfram að vera jafn erfitt og erfiðara, oft hjá þeim sem síst skyldi. 

Þegar 80 milljarðar voru greiddir hér um árið til þeirra, sem svonefndur forsendubrestur hefði bitnað á, fengu þeir sem verst voru settir vegna forsendubrests varðandi leiguhúsnæði og hækkun húsaleigu af þeim sökum, engar bætur, þótt þar væri um minnsta kosti á annan tug þúsunda leigjenda að ræða.  


mbl.is Dæmi um tvöföldun fasteignagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er oft þannig þegar reynt er að skila fórnarlambi hluta af þýfi að einhverjir telja það fela í sér eitthvað óréttlæti ef þeir sem ekki voru rændir fá ekkert. En þannig eru Íslendingar.

Draumurinn um nýtt ódýrt húsnæði á góðum stað sem láglaunafólk og ungt fólk hefur auðveldlega efni á er eins gamall og búseta í landinu. Ennþá þarf fólk að leggja eitthvað á sig til að eignast húsnæði, lántakar þurfa að greiða lánin og leiga er ekki eins mikið niðurgreidd af húsnæðiseigendum og á mögru árunum. Súrt þegar búið er að ala fólk upp í því að það eigi rétt á öllu og að það eigi allt að vera svo auðvelt. En þannig eru Íslendingar.

Verð, leiga og skattar á húsnæði sem miðast við hrun og kreppu heillar margan. Og það ergir marga að sjá að eitthvað hafi hækkað margfalt frá því sem var þegar enginn átti pening, ekkert hægt að kaupa, ekkert seldist og skattar voru lægri. En þannig eru Íslendingar.

Eins eru sumir sem telja fasteignagjöld vera refsingu fyrir að eiga fasteign en ekki tekjulið sem þurfi að standa undir hækkandi kostnaði sveitarfélaga. En þannig eru Íslendingar.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2019 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband