"Raftítlurnar" ryðja sér víða til rúms.

Miklar framafarir eiga sér nú stað í gerð og notkun rafreiðhjóla og rafvespuhjóla víða um heim og síðustu misserin hafa þau minnstu, rafknúin hlaupahjól, bæst við. microlino-car-red-back-002

Þau eru flest það miklu minni en rafreiðhjólin, að orðið "títla", sem er notað um lítil skorkvikindi, getur vel átt við í nýyrðinu "raftítla."

Þess má geta að sömu Svisslendingarnir hafa hannað og framleitt litla tveggja sæta rafbíllinn Micronlino hafa framleitt raftítlur í nokkur ár og sýna myndir af því, hvernig hægt er að hafa raftítlu um borð í 300 lítra farangursrými Microlino til að skjótast um þar sem hinn örlitli bíll er ekki nógu lítill. microlino-wim-founding

Sumar títlurnar er hægt að brjóta saman og setja ofan í tösku. 

Fyrir rúmu ári sást engin raftítla í Brussel, en í vor lágu þær sums staðar eins og hráviði í borginni til afnota fyrir það fólk, sem slíkt farartæki hentaði vel í borgarþrengslunum.  

Þetta er þróun, sem er á algeru byrjunarstigi, en í Þýskalandi hefur þegar litið dagsins ljós reglugerð þar sem títlurnar eru ekki leyfðar á gangstéttum. 

Og rétt eins og í upphafi bílaaldar, eru fyrstu slysin farin að gerast, þeirra á meðal fyrsta banaslysið í Englandi, þar sem þekkt stjarna af Youtube lést eftir árekstur við sendibíl. 

Sumt af því fólki, sem sjá mátti þjóta um á raftítlum í Brussel í vor, fór ansi geyst og virtist ekki vera nógu meðvitað um það hve gersamlega berskjölduð manneskja á raftítlu er. 


mbl.is Hjólarisi horfir til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íendingar verða fljótir að slasa sig og aðra um leið og þetta kemur

Verður ljótt, mikklu verra en rafmagns vespurnar...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.7.2019 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband