18.7.2019 | 00:07
15 sinnum minni þjóð varð líka að spara.
Það er rétt sem þeir segja hjá NRK, að stóru tveggja tommu myndbandsspólurnar, sem voru notaðar í byrjun myndbandabyltingarinnar í sjónvarpi, kostuðu morð fjár.
Þess vegna var óhjákvæmilegt að nota sömu spólurnar sem oftast með því að taka yfir það, sem búið var að taka áður á þær. Líka fyrstu tunglferðina.
Norðmenn eru fimmtán sinnum stærri þjóð en Íslendingar, og íslenska sjónvarpið mun meiri nýgræðingur og fátækara en það norska á áttunda áratugnum.
Þess vegna þurfti óhjákvæmilega að sýna enn meiri ákveðni hér á landi við það að þurrka út merkilegt efni og gernýta hinar ofboðslegu dýru spólur. Á alþjóðlegu kvikmyndargerðarmáli heitir þetta "kill your darlings."
Dæmi er sjónvarpsþátturinn með Halldóri Laxness þar sem hann mælti hin fleygu orð: "Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan."
Kannski verður til tækni í framtíðinni þar sem er hægt að búa til nýja mynd með nýju hljóði með því að nota sem grunn endursögn 30 árum síðar í Kastljósi á hinum frægu orðum, hver veit?
NRK tók yfir tungllendinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svekkjandi. RUV þurfti að endurnýta myndbandspólurnar . Margt menningar efni fór forgörðum. Eitthvað var geymt sem betur fer.
Hörður (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.