26.7.2019 | 13:44
Kannski að nálgast eðlilegri og viðráðanlegri stærð?
Samdráttur í ferðaþjónustu telst út af fyrir sig ekki til góðra tíðinda, en endalaus stórfjölgun ferðamanna hér á landi gat varla staðist, og var að mörgu leyti vandamál, af því að smæð okkar hagkerfis og ófullnægjandi innviðir réðu ekki við hana.
Gjaldþrot WOW air sýndi að grundvöllurinn undir rekstrinum eins og honum var hagað, stóðst ekki.
Slík tíðindi varðandi fleiri fyrirtæki eru dapurleg en á móti kemur að þeir, sem eftir standa, eru þá vonandi betur settir til þess að takast á við nýja stöðu, ca 20 prósent samdrátt niður í stærð sem er kannski eðlilegust og viðráðanlegust.
![]() |
Veikustu félögin gætu farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.