Hitabylgjur úr austri og norðaustri boða ekki gott.

Síðustu ár hafa heitir vindar úr norðaustri orðið æ algengari hér á landi, í stað þess að sú vindátt beri með sér kulda. 

Nú skellur heitur loftmassi, þúsundir kílómetrar á hvern veg, senn úr austri á Grænlandi.  

Ísbráðnunin, sem af þessu leiðir, verður þá væntanlega fordæmalaus, en ef áður óþekkt magn af léttu og tæru leysingavatni flæðir yfir nyrsta hluta Golfstraumsins, svo að hann sökkvi sunnar en áður, verður hættan á óútreiknanlegum loftlagsbreytingum meiri en þekkst hefur áður. 

Þar á meðal sú niðurstaða, að það verði sérstakur kuldapollur við Ísland og kólnandi veðurfar á sama tíma og víðast á jörðinni verð methiti. 


mbl.is Óttast áhrif hitabylgju á Grænlandsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gær borðaði ég lárperu, avókadó. Í dag setti ég svo upp slöngu og mældi lítrana af prumpi. Og þar sem ekki er vitað um aðrar mælingar þá á ég lárperunni að þakka Íslandsmet í prumpi. Það mætti jafnvel segja að ekki hafi verið prumpað meira frá landnámi, miðað við gerðar mælingar. Og sumir gætu dregið þá ályktun að avókadóskortur til forna sé ástæðan.

Skortur á mælingum í milljónir ára í samanburði við mælingar í rúm 200 ár segir okkur að alhæfingar um einsdæmi veðurbreytinga síðustu ára séu marklausar. Það sem við höldum að sé sjaldgæft en æ algengara er e.t.v. eitthvað sem langa langa langafa þótti hversdagslega algengt.

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2019 kl. 03:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alltaf sami bölmóðurin, neikvæðnin og hræðzluáróðurinn frá þessum umhverfissinnum.

Hlýindi eru góð.

Meintar syndir mannkyns eru ekki að fara að valda heimsenda.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.7.2019 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband