Rafhlöðurnar verða að vera sjöfalt léttari í þotunum.

"Vilja meira flug þrátt fyrir losun" segir í drögum að grænbók um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. 

Þessi orð markast af þeirri óumflýjanlegri staðreynd að það verður að nota þotur mestan part til þess að flytja fólk til og frá Íslandi. 

Skoðum meginatriðin. 

Í nýjustu rafbílum og rafhjólum þarf 7,5 kílóa rafhlöðu fyrir hverja kílóvattsstund af orku, sem rafhlaðan geymir. Í nýjustu langdrægu rafbílum af millistærð geyma rafhlöðurnar 64 kílóvattsstundir, en vega 450 kíló. 

Jarðefnaeldsneyti til sömu afkasta væri 15 sinnum léttara en rafaflið. 

Með gerð minni bíla með minni loftmótstöðu má minnka muninn eitthvað, en viðfangsefnið hlýtur að liggja í gerð betri orkubera. Vetnið bíður handan við hornið, en er ekki komið. 

Að vísu hafa rafhreyflar tvöfalt til þrefalt betri orkunýtingu en sprengihreyflar en samt blasir við að finna þarf möguleika til að sjöfalda orkugeymd rafhlaðna svo að hægt sé að nota rafafl í flugvélar. 

Meðan flug felst í því að lyfta mikilli þyngd orkugjafans upp í hæð og nýta þunna loftið sem þar er, felst viðfangefnið i því að bæta orkuberann. 

Nýjustu hraðlestir geta hjálpað til við það á landi að taka við stórum hluta af þeim flutningum sem flugvélar anna nú, en af því að Ísland er eyja, langt úti í höfum, verður það viðfangsefni vonlaust að rafknúnar flugvélar annist fólksflutninga yfir hafið meðan vandinn vegna þyngdar rafhlaðnanna er ekki leystur. 

Niðurstaðan "meira flug þrátt fyrir losun" miðast við núverandi ástand.  


mbl.is Vilja meira flug þrátt fyrir losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsanlega eru rafhlöðurnar ekki rétta " eldsneytið" fyrir flugvélaflotann. Repjan ( lífdísel) er sennilega framtíðareldsneyti fyrir skipaflotann sem brenna svartolíu í dag og hafa til staðar forhitara. Kannski væri vetnið hentugra fyrir flugvélarnar. Það þarf líka að spara rafmagnið nema hægt sé að gefa í með að virkja fallvötnin.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2019 kl. 07:03

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

 Ef menn trúa því í alvöru að bruni jarðefnaeldsneytis valdi hnattrænni hlýnu og sú hlýnun stefni mankyni í voða þá hljómar það sérkennilega að ætla að láta sem ekkert sé varðandi losun vegna millilandaflugs.

Hvað varð svo um það að Íslendingar gangi á undan í loftslagsmálum sbr. þetta í tilvitaðri frétt?: Leggja höf­und­ar til að „vöxt­ur alþjóðaflugs á Íslandi verði að minnsta kosti sam­bæri­leg­ur og vöxt­ur í alþjóðaflugi“

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 28.7.2019 kl. 08:23

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Fyrsta skref í minnkun loftmengunar er að koma fyrir hreinsunarbúnaði í skipaflota heimsins ásamt að brenna hreinna eldsneyti í skipum. Leggja meira kapp á að þróa þóríum kjarnorkuver fyrir raforkuframleiðslu í landi, þá er fyrst er grundvöllur fyrir raforkuvæðingu landssamganga.  Flugið þarf að bíða eftir tækniþróunin komi með lausn sem dugar, hvort það verður Þóríum eða eitthvað annað.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.7.2019 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband