29.7.2019 | 13:17
Áframhald 20 ára stefnumörkunar.
Lýsing í tengdri frétt á mbl.is um undirfjármögnun 737 Max bætist við eldri feril af svipuðum toga, sem hefur staðið í tvo áratugi, og byggðist á því að minnka áður ófrávíkjanlegar kröfur Boeing verksmiðjanna til flugöryggis þegar markaðsaðstæður krefðust.
Áður hefur verið sagt hér á síðunni frá heimildum um þessa stefnumörkun, þar sem markaðsstaðan mátti fá forgang ef það væri talið bráðnauðsynlegt.
Í þætti Al-Jazeera um málið var einnig rakið hve litlar kröfur Boeing hefur gert til undirverktaka sinna. Einnig hvernig svipað gerðist við smíði Boeing 787 Dreamliner og 737 Max nú hvað það varðaði, að auglýsa aðeins nokkurra mánaða töf á afhendingu í byrjun, og framlengja síðan töfina á 787 aftur og aftur uns hún varð, allt meðtalið, alls þrjú ár.
Þess vegna er ekki furða að flugfélög taki loforð verksmiðjanna ekki sérlega trúanleg núna.
Framleiðsla 737 MAX undirfjármögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.