Sum hjólin mjög öflug, t.d. Sleipnir á Kaldadal.

Bæði venjuleg fjallareiðhjól og fjallarafhjól eru afar öflug farartæki og njóta lipurðar sinnar. Óskar Guðmundsson hefur unnið afrek með hjólaferð sinni eftir endilöngu hálendinu. 

Hann segist hafa örmagnast tvisvar á dag, og það er áreiðanlega rétt hjá honum, ef marka má reynslu síðuhafa af því að hjóla á reiðhjóli sumarið 1956 á sjö klukkustundum frá Reykjavík til Glitstaða í Norðurárdal, sem þá var 160 kílómetra leið. 3. Sleipnir á Kaldadal.

Strax í botni Hvalfjarðar var allur kosturinn, sem var meðferðis í töskum á bögglaberanum, uppétinn, og þurfti að endurnýja hann aftur í Hvítárskála. 

Gísli Sigurgeirsson rafeindafræðingur í Reykjavík hefur smíðað fantagott fjallarafreiðhjól með drifi á báðum hjólum, bæði að framan og aftan. 

Meðfylgjandi á að vera mynd af þessu hjóli, sem hann kallar Sleipni, þar sem það er á slóð Sörla hans Skúla, sem þeyst var á hér fordðum daga í frægri kappreið. 


mbl.is „Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég var yngri þá var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera í sjókjakróðri með Óskari

við uppnefndum hann kanínuna

því þá var auglýsingin um Duracell kanínunan á hverju kvöldi í RUV

Grímur (IP-tala skráð) 20.8.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband