Gátan um Knebel og Rudloff.

Vitað er um tvo menn sem hafa farist í Öskju, þýsku vísindamennina Knebel og Rudloff 1907. 

Þeir voru við rannsóknir á lélegri fleytu á vatninu, en þegar þeirra var vitjað, voru þeir gersamlega horfnir og hafa aldrei fundist. 

Á þeim tíma var Askja lítt þekkt og því gæti verið að tiltölulega lítil skriða úr vatnsbakkanum hafi nægt til að sökkva þeim ef þeir hafi verið alveg upp við land. 

Minnisvarði um þá er við vatnið. 

Jón Jónsson heitinn jarðfræðingur taldi sig hafa fundið merki um skarð í bakkanum. 

Eftir hvarf belgísks kajakmanns í Þingvallavatni má álykta, að stundum þurfi ekki mikið til að svona atburðir gerist. 

Frá hvarfi Knebels og Rudloffs þykir reimt á þessum slóðum, samanber þessar hendingar í ljóðinu Kóróna landsins:  

 

...Beygðir í duftið dauðlegir menn

dómsorði skaparans hlíta. 

Framliðnar sálir við Öskjuvatn enn 

sig ekki frá gröf sinni slíta...

 

Höll íss og eims; 

upphaf vors heims. 

Djúp dularmögn, 

dauði og þögn...


mbl.is Flóðbylgjan allt að 80 metrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband