Ferill ofurkonunnar Michele Mouton má ekki gleymast.

Það er sár sjónarsviptir að hraðaksturskonunni Jessi Combs, og sjálfsagt mál að rifja upp glæstan feril hennar í þeirri afmörkuðu aksturgrein. 

En hitt má ekki gleymast, að ferill frönsku kappaksturskonunnar Michele Mouton á árunum í kringum 1980 og fram á níunda áratuginn var svo gersamlega einstæður, að sjálfur Ari Vatanen hótaði í einskærri karlrembu sinni hótaði að hætta að keppa, em Mouton yrði heimsmeistari í rallakstri, en þá virtist hún líkleg til þess.  

Litlu munaði að svo færi, en hún varð í öðru sæti á eftir liðsfélaga sínum í Heimsmeitarakeppninni fyrir Audi, Walter Rörl og státaði af mörgum sigrum í HM á fjölbreytilegum vegum. 

Þar að auki vann hún meðal annars hinn heimsfræga kappakstur upp Pikes Peak í Bandaríkjunum og átti glæstan feril í venjulegum kappakstri.  

Mouton var í fremstu röð á svo mörgum sviðum akstursíþrótta, að engin kona hefur fyrr né síðar komist með tærnar þar sem hún hafði hælana. 

Hún var svo óvenjulega jafnvíg á mismunandi greinar akstursíþrótta, að það eitt hefði skipað henni í fremstu röð.   


mbl.is „Hraðskreiðasta konan“ látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Var Greta Molander þekkt fyrir utan skandanavíu? Veit ekkert um kappakstur en það vildi svo til að móðir mín var alnafna kappaksturskonunnar og nauðalíkar í þokkabót. Var oft beðin um um eiginhandaráritanir er hún fór til Noregs 1963. 

Benedikt Halldórsson, 29.8.2019 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband