29.8.2019 | 23:18
Kunnugleg saga um þvingaðan framburð.
Sagan um framburð í morðmáli í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að rangar sakargiftir voru látnar ráða um sektardóm, á að hluta til hliðstæðu hér á landi í máli Erlu Bolladóttur.
Hliðstæðan felst í því, að hluti málsins felst í ólöglegum yfirheyrsluaðferðum lögreglu, sem einar og sér hefðu aldrei átt að líðast né leiða til sakfellingar.
Í því tilliti skiptir ekki meginmáli efit því sem skilið verður af fréttaflutningi af hinu bandaríska máli, hvort hinar röngu sakargiftir konunnar beindust að henni sjálfri eða ekki.
Framburðurinn sem leiddi til 35 ára fangelsisvistar er dæmdur dauður og ómerkur hvað snertir yfirheyrsluna sjálfa.
Í ofanálag eru lík og áverkar á því hluti af sönnunargögnum.
Engin hliðstæð gögn hafa fundist í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og því í raun ósannað að þeir séu látnir.
Saklaus í fangelsi í 35 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó yfirheyrsluaðferðirnar séu í dag ólöglegar þá þurfa þær ekki að hafa verið það þegar Erla var yfirheyrð, en lög nútímans hafa ekkert gildi í þessu máli. Og gögn sýna rangar sakargiftir Erlu, brot Erlu eru full sönnuð. Erla var ekki dæmd fyrir að eiga þátt í hvarfi eða dauða Guðmundar eða Geirfinns og hlaut ekki neinn dóm sem væri öðruvísi ef Guðmundur og Geirfinnur hefðu gengið inn í dómssalinn mínútu fyrir dómsuppkvaðningu.
Vagn (IP-tala skráð) 30.8.2019 kl. 00:35
Á einum tímapunkti málsins var það lesið sem heilagur sannleikur í fréttum að Erla hefði skotið Geirfinn.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2019 kl. 17:49
Já, fréttamenn hafa aldrei vaðið í vitinu. En hún var hvorki kærð né dæmd fyrir neitt í þeirri frétt. Sönnuð brot voru látin nægja til sakfellingar.
Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2019 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.