30.8.2019 | 08:42
Lenging austur-vestur-brautar yrði stórbót fyrir flugvöllinn.
Lenging austur-vestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar með Suðurgötu í stokk undir brautina fæli í sér stórbót a flugvellinum.
Með því yrði hægt að minnka notin á norður-suður-brautinni um meira en helming og þar með losna við flug yfir kvosina flesta venjulega veðurdaga.
Hvössustu vindar, sem leika um völlinn, eru úr austan- og suðaustanátt og aðflug og fráflug austur-vestur-brautarinnar liggja annars vegar yfir sjó og hins vegar yfir auð svæði í Fossvogsdal.
Í hvössustu vindáttunum myndi flugvöllur í Hvassahrauni lokast vegna nálægðar þess vallarstæðis við 621 metra háa Lönguhlíð.
Lðng austur-vestur-braut myndi gera Reykjavíkurflugvöll að góðum varaflugvelli fyrir Keflavíkkurflugvöll og meira en hundrað milljarða framkvæmd í Hvassahrauni óþarfa.
Efni af spítalalóð fari í Skerjafjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða braut er það sem þú kallar austur-vestur-braut? 06/24 eða 13/31.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2019 kl. 09:50
það liggur bara önnur brautin að/ frá Suðurgötunni Hukur
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.8.2019 kl. 16:25
16:25. Takk fyrir þetta Hallgrímur. Þá verð ég að kynna mér betur hver þessi Suðurgata er. Hef aldrei búið eða dvalið í Reykjavík nema einstaka sinnum eina og eina nótt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2019 kl. 18:10
Búinn að finna Suðurgötuna. Með austur-vestur-braut á Ómar við 13/31 brautina. Kannast vel við hana, lenti þar einu sinni eftir langt flug frá Sviss á eigin vél.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2019 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.