Johnson tók þetta létt.

Lyndon B. Johnson var varaforseti Bandaríkjanna þegar hann stansaði stutt á Íslandi og leið yfir hafið. Hann tók þetta létt, enda voru Kennedybræður það fyrirferðarmiklir í framkvæmd stjórnarstefnunnar að Johnson fannst hann stundum verða útundan. 

Johnson tók öryggisgæsluna ekki mjög alvarlega í Reykjavík, og steig upp á steinvegg við Stjórnarráðshúsið til að halda stutta tækifærisræðu, örygggisvörðunum til nokkurrar hrellingar. 

Aðeins fá misseri liðu þangað til Johnson var kominn í forsetastólinn í kjölfar morðsins á Kennedy, sem breytti miklu um öryggisgæsluna fyrir forsetaembættið. 


mbl.is Stoppar í sjö tíma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þetta er orðið stærra og augljósara í dag, ekki satt?  

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2019 kl. 10:13

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þetta væri mjög gott mótmælaspjald gegn komu Mike Pence hingað til landsins.

Image may contain: 1 person, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2019 kl. 10:17

3 identicon

Sæll Ómar.

Íslenska lögreglan stóð sig vel við
gæslu Johnson.

Tók til frekari athugunar mann og poka
ef svo má segja en hvorugt reyndist ógn
við öryggi Lyndon Baines Johnson, -
en innihald pokans var illur fyrirboði þess sem síðar varð.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.9.2019 kl. 15:39

4 identicon

Lyndon B. Johnson sagði það best sjálfur.

"it´s probably better to have him
inside the tent
pissing out,
than outside pissing in."

Skuggi (IP-tala skráð) 4.9.2019 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband