5.9.2019 | 10:36
Hæfilega langt um liðið frá hruni helstefnanna.
Síðuhafi man þá tíð í lok Heimsstyrjaldarinnar miklu þegar stór hluti Evrópu og Asíu var í rústum eftir mannskæðasta villimannahernað mannkynssögunnar og sex milljóna skipulega útrýmingu Gyðinga með ítrustu nútímatækni.
Mönnum bar saman um að aldrei aftur skyldi slíkt geta gerst og að mannkynið yrði reynslunni ríkara.
En nú eru liðnir þrír aldarfjórðungar síðan og senn verða engir eftirlifandi sem muna þessa hræðlegu tíma, eftir hruni nasismans, fasismans og kommúnismans.
Og viti menn; fylgi nýnasista og annarra fasískra afla með trú á alræði og andúð á lýðræði og mannréttindum fer vaxandi.
Þegar fylgjendur þessara hreyfinga eru inntir eftir því, hvað þeir viti um helstefnurnar, sem hrundu í bili á síðustu öld og nú er verið að vekja upp, koma ótrúleg fáfræði og afneitun í ljós.
Þrátt fyrir allan lærdóminn og gögnin, sem til eru um þessi mál, virðist hitt vega þyngra, að senn verður hæfilega langt frá hruni helstefnanna til þess að hægt verði að vekja upp hina gömlu drauga.
Dreifðu nasistaáróðri á Kársnesinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sameinar ýmsa ungæðislega fylgjendur þessara alræðisstefna, hvort heldur kommúnisma eða nazisma, að þeir eru á bólakafi í afneitun sögulegra staðreynda. Já, það á líka við um ýmsa ungu sósíalistana eins og í flokki Þorvaldar trésmiðs, þess sem kyrjar Internationalinn á hverjum 1. maí. Og ekki er það fagnaðarefni að norrænir nýnazistar hyggja nú á landnám hér með sinn heimskulega áróður. Minnast má í því sambandi óhæfuverka norska nazistans A.B. Breiviks, sem verðskuldað hefði ekki mildari örlög en landi hans Quisling.
Jón Valur Jensson, 5.9.2019 kl. 12:06
Ofnotkun stóryrða dregur úr vægi þeirra: Trump called "Fascist, racist and misogynist" by Pirate Party ...
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 5.9.2019 kl. 14:48
Við- höfum alla tíð haft hér einhverja sósíalistaflokka. Þeir hafa alltaf haft nokkurnvegin sama fylgið.
Er ekki bara jákvætt að þeim fjölgi eitthvað? Þá vonandi stela þeir fylgi hver frá öðrum, og detta af þingi.
Væri óskandi.
Það væri líka óskandi að núverandi flokkar væru ekki allir að leita eftir þessu 20-25% fylgi sem gjörræðissinnar hafa. Við frjálshyggjumenn höfum ekkert um að velja.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2019 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.