Það hafa verið til einstaka menn í svona formi.

Í fræðibókum má sjá, að líkamlega og andlega sé meðalmaðurinn á hátindi getu sinnar um 25 ára aldur. Upp frá því fari að halla undan fæti og afreksmenn neyðist oft til að fara að bæta þetta upp með auknum æfingum og nýtingu á reynslu og þekkingu. 

Í hnefaleikum er stundum sagt að þrítugir hnefaleikarar séu á vafasömum aldri og er þá átt við það að sumir þeirra fari strax þá að sýna afturför. 

Varla er hægt að hugsa sér erfiðari keppnisgrein en 100 metra hlaup til þess að komast hjá því að fara að dala um þrítugsaldur. 

Hraði, snerpa og viðbragðsflýtir ráða mestu um slíkar greinar, nokkuð sem Guðjón Valur Sigurðsson virðist enn éiga býsna mikið af. 

Þess vegna var það afar athyglisvert þegar Linford Christie hélt áfram að ná sínum bestu tímum i hundrað metra hlaupi alveg fram á 35 ára aldur, og var meira að segja svo viðbragðsfljótur, að vera eitt sinn dæmdur úr leik fyrir þjófstart 35 ára gamall á afar umdeildan hátt. 

Nefna má marga hnefaleikara, sem töpuðu titlum sínum 37 ára gamlir, Jim Jeffries, Joe Louis, Sonny Liston, Muhammad Ali og Lennow Lewis. 

Roy Jones jr. átti gengi sitt á tíunda áratug síðusstu aldar að þakka einhverjum mesta hraða, sem hnefaleikasagan kann frá að greina. 

En aðeins rétt kominn yfir þrítugt breyttist þetta, án þess að auðvelt væri að sjá að hann hefði misst hraðann. 

Síðan eru aðrir, sem ulluðu á aldurinn eins og Bernhard Hopkins, sem keppti um meistartign vel fram á fimmtugsaldur, og Jersey Joe Walcott var kominn hátt á fertugsaldurinn þegar hann varð loksins heimsmeistari. 


mbl.is Guðjón fertugur en hreyfir sig eins og þrítugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sugr Ray  Robinson keppti fram eftir öllum aldri.Sveinn Valdells hitti hann og sagði að hann hefði verið afburða skýr maður og klár.

Halldór Jónsson, 5.9.2019 kl. 21:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Valfells

Halldór Jónsson, 5.9.2019 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband