Vel innan marka atvinnusvæðis höfuðborgarinnar.

Vegalengdin frá Hveragerði til þunhamiðju höfuðborgarsvæðisins á stærstu krossgötum landsins er innan við 40 kílómetrar, eða sem svarar um hálftíma akstri. 

Hveragerði er því vel innan marka sameiginlegs atvinnusvæðis höfuðborgarinnar og býr því yfir margs kyns möguleikum fyrir atvinnu og búsetu. 

Mikil og samfelld fjölgun íbúa í Árborg, tólf kílómetrum fjær, sýnir þróun, sem virðist gerast af sjálfu sér en getur orðið enn örari þegar framkvæmdar eru ferskar og djarfar hugmyndir.  


mbl.is Mikil uppbygging strax á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tekur minnsta kosti klukkutíma að komast úr Hveragerði til Reykjavíkur á morgnana milli 7 og 8,30. Ástæðan er flöskuháls inn í Rvk. sem hefur myndast vegna þrengingar miklubrautar. Annar eins umferðarþungi verður síðan siðdegis í bænum þegar allir eru að drífa sig úr vinnu.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 11:43

2 Smámynd: Már Elíson

Þetta er þetta stærð erlendis, en fer þá fram á meira flatlendi. - Gleymum ekki Hellisheiðinni eða Þrengslunum. - Þar getur nú aldeilis verið "flöskuháls".

Már Elíson, 13.9.2019 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband