Snjöll greining á geimveruruglinu við Snæfellsjökul.

Enn er í fersku minni margra þegar fólk og fjölmiðlar fóru fýluför upp undir Snæfellsjökul fyrir 30 árum til þess að sjá boðaðar geimverur koma þar til jarðar. 

Nú virðist eitthvað svipað í uppsiglingu í tveimur smábæjum í Nevada. 

Engin kom geimveran að Snæfellsjökli á sínum tíma, en nokkrum árum síðar þegar hópur fatlaðra og þroskaheftra í ferðahópnum Flækjufæti fór í draumaferð sína alla leið upp á tind hins fræga fjalls, hitti einn hinna fötluðu þátttakenda naglann á höfuðið í snjöllu tilsvari við spurningu minni þar uppi um það hvort við myndum hugsanlega sjá geimverur. 

"Jú, og við erum þegar búnir að sjá þær", svaraði hann.  

"Ha?" hváði ég, steinhissa. 

"Já, Ómar minn, við, sem erum hérna, erum öll geimverur." 

Einfalt og snjallt svar. Auðvitað eru allir jarðarbúar geimverur, úr því að þeir búa á einni af plánetum geimsins og alheimsins. 

 

 


mbl.is Brandarinn sem gæti breyst í hörmungar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband