"Búnir að vita af þessu..." , já, af hættu í fimm ár! Ekki einsdæmi.

Er það furða þótt það ylli reiði hjá Sigurjóni M. Egilssyni að hlusta á það sem sjálfsagðan hlut hjá talsmanni Vegagerðarinnar, að hættulegt slitlag í hringtorgi sé búið að vera þar óhreyft í fimm ár og ekki enn komið að því að gera neitt í málinu. DSC07495

Sigurjón slasaðist illa á vélhjóli á torginu þegar hann féll á gölluðu og flughálu slitlagi fyrir fimm árum, missti vinnuna og er 75 prósent öryrki síðan. 

Og það mun vera slatti af fólki, sem hefur slasast þarna vegna þessara óafsakanlegu aðstæðna. 

Langflest meiðsl á vélhjólum verða á höfði og ökklum. Þess vegna eru hlífðarhjálmar og vélhjólastígvél með ökklavörn efst á lista vélhjólamanna. Þar á eftir geta komið hanskar með vörn, hnéhlífar, leðurgalli með vörnum, þar á meðal öflugri bakverju. DSC07494

En það er engin leið að sjá það fyrir hver meiðslin verða nákvæmlega, því að menn geta lemstrast og brotnað hvar sem er á líkamanum í vélhjólaslysum. 

Í tilfelli Sigurjóns voru það hvorki ökklar né höfuð, sem sködduðust, heldur rif og öxl. 

Og tilfellin eru fleiri og víðar, vegna þess, að þegar verið er að endurnýja slitlag, eru yfirleitt engin viðvörunarskilti sett upp þótt nýtt slitlag geti verið flughált eins og svell, ef það er blautt.  

Síðuhafa er kunnugt um dæmi þess að vélhjólamaður, sem kom óviðbúinn inn á slíkt slitlag, lenti í svo alvarlegu slysi, að hann glímdi við afleiðingarnar í áratug. 

Annar ökklinn brotnaði svo gersamlega í mél, að það þurfti margar og ítrekaðar aðgerðir til að koma honum í svipað horf. 

Að sjálfsögðu á að setja upp rækileg hálkumerki þar sem svona slitlag byrjar. 

Síðuhafi hefur reynslu af því, að á einum stað þar sem aka þurfti af stað upp brekku við byrjun slíks slitlags við umferðarljós, var erfitt að koma í veg fyrir það að spóla á hjólinu, jafnvel þótt gætt væri ítrustu varkárni. 

Litlu munaði í því tilfelli, og um vélhjól gildir einfaldlega annað en bíl; það er bannað að detta. Punktur. 

Síðan má bæta því við að síðuhafi axlarbrotnaði í upphafi árs vegna þess að annar maður á rafreiðhjóli hjólaði skyndilega í veg fyrir hann á hjólastíg, var aðalástæðan að vísu sú að maðurinn var upptekinn við að horfa beint niður fyrir sig til að lesa af mæli (!) og sá mig því ekki koma á móti sér,  en útmáðar merkingar á miðlínu vegna viðhaldsleysis, sem voru horfnar þar sem við mættust,  voru meðvirkandi orsök. 

 

 


mbl.is Víða von á fyrstu hálku haustsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Sigurrjón slasaðist illa á vélhjóli á torginu þegar hann féll á gölluðu og flughálu slitlagi fyrir fimm árum, missti vinnuna og er 75 prósent öryrki síðan. 

Og það mun vera slatti af fólki, sem hefur slasast þarna vegna þessara óafsakanlegu aðstæðna. 


DSC07494

En það er engin leið að sjá það fyrir hver meiðslin verða nákvæmlega, því að menn geta lemstrast og brotnað hvar sem er á líkamanum í vélhjólaslysum. 

Í tilfelli Sigurjóns voru það hvorki ökklar né höfuð, sem sködduðust, heldur rif og öxl. 

n inn á slíkt slitlag, lenti í svo alvarlegu slysi, að hann glímdi við afleiðingarnar í áratug. 

Annar ökklinn brotnaði svo gersamlega í mél, að það þurfti margar og ítrekaðar aðgerðir til að koma honum í svipað horf. 

 

Litlu munaði í því tilfelli, og um vélhjól gildir einfaldlega annað en bíl; það er bannað að detta. Punktur. 

Síðan má bæta því við að síðuhafi axlarbrotnaði í upphafi árs vegna þess að annar maður á rafreiðhjóli hjólaði skyndilega í veg fyrir hann á hjólastíg, var aðalástæðan að vísu sú að maðurinn var upptekinn við að horfa beint niður fyrir sig til að lesa af mæli (!) og sá mig því ekki koma á móti sér,  en útmáðar merkingar á miðlínu vegna viðhaldsleysis, sem voru horfnar þar sem við mættust,  voru meðvirkandi orsök. "

Ótal sögur kann Ómar Þorfinnur af vélhjólaslysum og örkumlum bæði sjálfs sín og annarra. Samt heldur hann áfram að skrifa um vélhjól og reiðhjól og uppákomur þeirra vegna. Aðallega vegna þess að það er hægt að fara kílómetra eitthvað ódýrara heldur en á bíl.

Ég er gamall mótorhjólamaður úr Þýzkalandi æsku minnar. Ég man vel hversu dásamlegt það var að þeysa um skógana í sumarhitunum hjjálmlaus og á skyrtunni. Algert frelsi og maður var sælli en oft síðar á ævinni. 

En ég veit það líka eftir þennan tíma að það er ekki spurning um hvort, heldur bara hvenær. Ég geng í hringi i kring um falleg hjól sem ég sé á götunni í þögulli tilbeiðslu. Svo segi ég vi sjálfan mig: Því miður, þú hefur ekki þroska til að fá þér svona grip. Þú vilt lifa helst í einu stykki meðan þú getur og minnist síðustu klessunnar minnar þar sem ég lá í götunni í Suttgart og hélt að svo væri ekki lengur. Þá komst ég samt óbrotinn á  lappirnar eftir að vegfarendur drösluðu mér upp.

Það er ekki spurning um hvort  heldur bara hvenær.

Ég þekki marga mótorhjólakappa sem eru maskaðir frá toppi til táar. Sumir eru löngu dauðir. 

Öll tvíhjól eeru lífshættuleg og hver sem getur á að vera minnst á fjórum hjóilum til að vernda sitt eigið líf og skrokk  eftir föngum.

Ég skil þig ekki Ómar minn af hverju þú heldur ekki þig við eitthvað sem hefur reynst þér hættuminna en ólukki hjólim, flugvélarnar, rallbíllarnir fjallaklifur, ferðalög.

Þú ert okkur öllum dýrmætur vegna þess hvernig þú ert og hefur verið. Ekki gera þér leik að því að svipta okkur hin þessu. 

 

Halldór Jónsson, 15.9.2019 kl. 10:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir velviljann, Halldór. Ég gúgglaði hættuna og sá þær athyglisverðu tölur að munurinn á hættunni liggur fyrst og fremst í því, að yfir 50 prósent banaslysa og alvarlegra slysa á vélhjólum eru vegna ölvunar eða vímu knapans. 

Og stór hluti er vegna hjálmleysis. Ef þetta tvennt er í lagi verður lítill munur á áhættunni á milli bíla og hjóla, því að tíðnin vegna ölvunar eða vímu á bíl er mun lægri hlutfallslega. 

Ómar Ragnarsson, 15.9.2019 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband