16.9.2019 | 13:18
Bæði verðlaun dagsins tengd fræðslu um náttúruverndar-og umhverfismál.
Bæði verðlaunin á Degi íslenskrar náttúru í dag tengdust fræðslu um náttúruverndar- og umhverfismál, því að þáttaröðin, sem Saga film fékk verðlaun fyrir, innihélt áhrifamikla og vandaða fjölmiðlun og fræðslu um þau mál í sjónvarpi.
Umhverfisráðherra benti á það í morgun, þegar Jóni Stefánssyni kennara í Hvolsskóla, voru veitt verðlaun Sigríðar í Brattholti, að að baki Gretu Thunberg og öðru ungu fólki um allan heim, sem nú léti til sín taka í þessum málum, stæðu kennarar og uppalendur, sem hefðu með starfi sínu og elju lagt grunn að þeirri þekkingu um þennan mikilvægasta málaflokk þessarar aldar, sem nýst gæti til þess að ná sem mestum árangri.
Verðlaun veitt á degi íslenskrar náttúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, til hamingju með daginn!
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 20:09
Já, alveg rétt. Dagur íslenskrar náttúru. Til hamingju með daginn, Ómar Ragnarsson, heiðursmaður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.