29.9.2019 | 02:52
Ungum og reynsluminni flugmönnum hefur fjölgað.
Þegar kíkt er á nýjustu umsagnir sérfræðinga um Boeing 737 Max vandræðin hefur eitt atriði komið fram, sem gæti hafa haft áhrif á það hvernig þetta mál hefur þróast.
Mikil fjölgun ferðamanna og tengdur uppgangur í farþegaflugi hefur kallað á öra fjölgun flugmanna, sem aftur á móti hefur valdið því ungum og reynsluminni flugmönnum hefur fjölgað.
Nefnd eru dæmi um flugmenn, sem eru komir við stýrin eftir 240 klukkustunda reynslu, þar sem aðeins nokkrir tugir tíma voru í raunverulegu flugi en megnið í flughermi.
Skýrsla Flugöryggisnefndar Bandaríkjanna og tillögur um einfaldari viðbragðsreglur fyrir flugmenn, sem þurfa að taka flóknar ákvarðanir í flýti, er tengd þessum veruleika.
Sem minnir síðuhafa á ágiskun eins af elstu núlifandi flugstjórum okkar, þegar hann var spurður um útskýringu á mörgum mannskæðum flugslysum hér á landi á fyrstu árum innanlandsflugsins, að ein skýringin gæti verið sú hve ungir og óreyndir flugmennirnar voru á þessum fyrstu vaxtarárum flugsins hér á landi.
Mátu viðbrögð flugmanna MAX-þotanna ranglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Náttúrlegir flugmenn kunna að fljúga með rassg....Tölvuflugmaður kann það ekki nema að hann sé náttúrlegur flugmaður, þá er það meðfætt. Náttúrlegur flugmaður eru ekki nærri allir atvinnuflugmenn nú til dags en voru það fleiri í gamla daga. Nú er þetta bara atvinnugrein en ekki köllun og della eins og það var.
Halldór Jónsson, 29.9.2019 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.