Umferðaróhapp: Árekstur við álft!

Honda PCX, ´Léttir  við JökulsárlónFuglar geta komið við sögu í umferðinni á margvíslegan hátt eins og tengd frétt á mbl.is greinir frá. 

Dæmi: 

Eftir 13 þúsund kílómetra akstur á léttu vespuhjóli síðustu þrjú ár, þar sem átta þúsund kílómetrar hafa verið farnir á þjóðvegum landsins allt frá Reykjavík vestur á Ísafjörð, norður á Siglufjörð og austur á Egilsstaði og Hornafjörð, hefur síðuhafi aðeins lent í einum árekstri. 

Það var árekstur við álft, og auðvitað Í nágrenni Álftafjarðar.  

Þegar komið var yfir brú við fjörðinn kom skyndilega álft fljúgandi í hálfs metra hæð þvert fyrir endann á brúnni. 

Hún sást ekki fyrr, af því að hún var greinilega nýkomin á loft í hvarfi við steinhandriðið og hugsanega að færa sig til yfir í álftahóp hinum megin við brúna. 

Óumflýjanlegur árekstur varð léttari en búast mátti við, álftin lenti inni í álftahópnum og haltraði inn í hann og hvarf þar, þannig að ekki var hægt að huga að því hvort hún hefði hlotið alvarleg meiðsl. 

Það er vel við hæfi að birta góðveðursmynd af hjólinu á jafn miklum góðviðrisdegi og var í dag.  

Kannski koma myndir frá því í dag í kjölfarið hér á síðunni. 


mbl.is Stöðvuðu umferð vegna álftar með unga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sinn kom lögrelan að bilstjóra á Sandgerðisveginum sem var í algjöru sjokki 

framrúðan í maski, hann allur blóðugur og sannfærður um að hann hefði keyrt á manneskju

Lögreglan tók þessu alvarlegar og hóf leit að hinum slasaða manni

eftir mikla leit þá datt einhverjum í hug að kíkja í aftursætið

og þar lá dauður mávur

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2019 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband