5.10.2019 | 07:56
Í kallfæri við geimfyrirbæri.
"...norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð..." orti Hulda í hinu undurfagra ljóði við enn betra lag snillingsins Emils Thoroddsens.
Einar Benediktsson, það djúpspaka skáld, gerði sér grein fyrir ´margþættu gildi norðurljósanna og hlaut bágt fyrir að vera langt á undan sinni samtíð.
Aðdráttarafl Íslands fyrir ferðafólk felst ekki aðeins í því að landið býr yfir einstæðum náttúruverðmætum sem stærsta þurrlendið á lengsta fjallgarði jarðar, Atlantshafshryggnum, heldur eru norðurljósin toppurinn yfir i-ið, rúsínan í pylsuendanum, því að þau banka í undur geimsins á þann hátt að landið "hættir að vera jarðneskt, heldur öðlast hlutdeild í himninum" svo að vitnað sé í orð Nóbelskáldsins, sem hann notaði um íslenska heiðjökulinn.
Í slíkri sýn og slíkri upplifun getur jökullinn verið millistig eða þrep á tengingunni milli Íslands og alheimsins og boðið upp á upplifun, sem er bæði andleg næring og nauðsynlegt atriði í þessari tengingu.
Norðurljósin eru sterkt aðdráttarafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
N-Atlantshafshryggurinn er eldfjallakeðja sem spýr upp CO2 áreiðanlega talsvert meira en Katla litla sem spýr 20.000 tonnum af CO2 á sólarhring hverjum að því að Magnús Tumi segir. Hefurðu nokkrar áhyggjur af þessu Ómar minn?
Halldór Jónsson, 5.10.2019 kl. 08:13
Global annual mean CO2 concentration had increased by more than 45 procent since the start of the Industrial Revolution, from 280 ppm during the 10.000 years up to the mid-18th century to 415 ppm as of May 2019. The present concentration is the highest for 14 million years. The increase has been attributed to human activity, particularly deforestation and the burning of fossil fuels. This increed of CO2 and other long-lived greenhouse gases in Earth's atmosphere has prouced the current episode of global warming. Between 30 procent and 40 procent of the CO2 released by humans into the atmosphere dissolves into the oceans, wherein it forms carbonic acid and effects changes in the oceanic pH balance.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2019 kl. 09:25
Eins og þú ættir að sjá þegar þú sérð allsherjar tölurnar, Halldór minn, hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af eldfjöllum, íslenskum eða erlendum í gegnum aldirnar, svo yfirgnæfandi er útblásturinn af völdum manna.
Á Íslandi hefur eldgosatíðni upp á eldgos á fimm ára fresti að meðaltali í gegnum aldirnar en nú er tíðnin búin að vera gos á fjögurra ára fresti það sem af er þessari öld.
Spáð er vaxandi tíðni á þessari öld, og veistu af hverju? Það er af því að vegna loftslagshlýnunar eru jöklarnir að léttast og þrýstingur þeirra á jörðina að minnka.
Fjölgun gosa má því skrifa á loftslagsbreytingar!
Og síðan er súrnun sjávar ekkert minna mál, ekki síst fyrir strandþjóðir.
Ómar Ragnarsson, 5.10.2019 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.