5.10.2019 | 23:09
Fjöldi góðra mynda og áhrifamikil ljósmyndasýning.
RIFF hátíðin að þessu sinni býður upp á fjölda góðra og áhrifamikilla mynda, eins vel kom fram við verðlaunaafhendinguna í Norræna húsinu í kvöld.
En ekki er síður ástæða til að vekja athygli á áhrifamikilli tveggja hæða ljósmyndasýningu sem Landvernd og Ólafur Sveinsson hafa skipulagt í Norræna húsinu og verður þar áfram í nokkrar vikur.
Sýningin snýst um máltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, því að á myndunum eru sýndar náttúrugersemar, einkum fossar, sem ýmist stendur til að eyða eða hefur verið eytt eða stórlega skertir.
Styrmir Gunnarsson hefur áður fjallað um þessa sýningu hér á Moggablogginu og verið snortinn af henni.
Til að meðtaka hana þarf að lesa vel skýringartexta á veggjunum og gefa sér góðan tíma til að skoða myndirnar sem best.
Munaðarleysingaheimilið fékk Gullna lundann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.