Óvænt varð rafknúinn bíll strax númer eitt á heimilinu í Noregi.

Þegar rafbílar fóru að birtast fyrir alvöru á bílamarkaðnum í Noregi fyrir sex árum áttu flestir von á því að hjá þeim, sem keyptu slíka bíla, yrði rafbíllinn númer tvö á heimilinu, en bíll knúinn jarðaefnaeldsneyti númer eitt. Opel Ampera-e

Ástæðan fyrir þessari spá voru ýmsar. Rafbílar, sem eitthvað sýndist vera hægt að spá í, voru nýjung og skorti drægni, og að mestu var eftir að byggja upp innviði eins og hraðhleðslustöðvar.  

Á þessum tíma var Nissan Leaf með aðeins 24 kílóvattstunda rafhlöður og drægnin því niður undir 100 kílómetrar að vetrarlagi. 

En frá upphafi varð reynslan sú, að rafknúni bíllinn varð númer eitt sem heimilisbíll, enda er meðalakstur í innanbæjarakstri á bílum aðeins rúmlega 30 kílómetrar á dag. tazzari_og_nissan_leaf[1]

Og hjá flestum bílaeigendum er yfirgnæfandi meirihluti árlegs aksturs innanbæjar eða á stuttum vegalengdum. 

Nú er Nissan Leaf fáanlegur með 40 kwst og 60 kwst rafhlöður og þeim rafbílum af ýmsum tegundum fjölgar, sem fáanlegir eru með yfir 60 kwst rafhlöður, svo sem Opel Ampera-e og Hyondai Kona, og drægnin allt að 400 kílómetrum að sumarlagi.  

Þeim rafbílum á því líklega eftir að fjölga mjög, sem verða númer eitt á heimilinu. 


mbl.is 39% vildu rafbíl sem eina heimilisbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband