Er stór og góður trefill besta flíkin?

Þegar hugað er að góðri flík, sem gerir gagn við misjöfn skilyrði kemur gamla góða íslenska lopapeysan í hugann. Síðuhafi á slíka peysu, sem dóttir hans prjónaði, og hún hefur komið oft í góðar þarfir, ekki síst í erfiðum ferðum á jöklum og hálendi og er ómissandi eign, til dæmis í ferðum í kulda á vespulaga 125cc vélhjóli. Trefill. 2,00 x 0,75

En í fyrra kom önnur flík til sögunnar, sem eiginkonan gaf mér og hefur þann kost, einkum á vélhjólinu, að hægt er að klæðast í hana á þann hátt, að hún verði með þeirri lögun sem best hentar til skjóls sem næst ysta flík og er afar handhæg og létt og tekur líka lítið pláss. 

Þegar trefillinn kom til sögunnar leystust vandamálin við misjafnar aðstæður á hjólinu endanlega. 

Á myndum, sem til stendur að setja inn hér,  sést stærð trefilsins nokkuð vel þar sem hann hangir fyrir framan hjólið, tveggja metra langur og 75 sentimetra breiður. Trefill, 2,00 x 0,75en á ferðum er hægt að laga hann að aðstæðum, vefja honum um háls og hnakkagróf, láta hann þekja allt frá toppi niður úr og verja knapann að framan þar sem loftið skellur kalt framan á hann. 

Og síðan að nýta hann þegar hvílst er eða setið. 

Og svo er trefillinn svo fyrirferðarlítill og nettur, eins og sést á neðri myndinni, að það er alltaf hægt að finna pláss fyrir hann á ferðalögum og einnig að bera hann við hvaða tækifæri sem er. 

Þessi trefill er svo stór að flatarmáli, að hann getur nýst sem rúmábreiða ef í það fer. 

Gaman væri að vita, hvort hentugri og fjölhæfari flík sé að finna. 

 


mbl.is Óþægilegustu fötin til að ferðast í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband