16.10.2019 | 14:23
Bæði málvilla og rökvilla í fréttum um að "dekk hafi verið losuð."
Á venjúlegu reiðhjóli eru tvö hjól, framhjól og afturhjól. Meginhluti hvors hjóls er gjörðin (felga á bíl) og utan á gjörðinni (felgunni) er síðan áfast dekk. Á dekkinu er síðan ventill.
Ef einhver færi að taka upp á því að segja þannig frá því að framhjól hafi verið losað, að ventillinn hafi verið losaður, myndi rökvilla blasa við.
En það er jafnmikil rökvilla að lýsa losun á framhjóli þannig að dekkið hafi verið losað.
Í öllum tilfellunum sem hinar mörgu fréttir greina frá, hefur framhjólið verið losað þar sem það er fest við gaffalinn.
Erfiðara að losa framdekk ef það er fest með dragbandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og dragband hefur líka verið nefnt kapalbindi sem er ákaflega fallegt orð.
steinir (IP-tala skráð) 16.10.2019 kl. 16:32
Dekk eða hjól, dragband eða kapalbindi. Algört aukaatriði. En hvaða unglingar gera þetta? Getur valdið hryllilegum meiðslum í andliti. Hlutir gerast á skerinu sem eru manni oft óskiljanlegir með öllu. Siðleysi, spilling og agaleysi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2019 kl. 16:48
Hvað um togleðurshólk Ómar? Hefðirðu farið í svona tittlingaskít yfir einhverju sem allir skilja ef það orð hefði verið notað? Gúrkutíð hjá mínum eða elliglöp gamals beturvita?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2019 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.