Ástand hafsins og sjálfbærni sjávarnytja er stórmál.

Einbeittir andstæðingar orkuskipta gæta þess vandlega þegar þeir halda uppi standslausri afneitunarumræðu um loftslagsmál að minnast aldrei á súrnun sjávar eða ástand hans.

 

Og það sama á við um það hvernig jarðefnaeldsneyti og fleiri auðlindir fara þverrandi vegna rányrkju, hvað sem loftslagsmálum líður. 

Þessi viðleitni kuldatrúarmannanna er skiljanleg, því að það er erfiðara bera brigður á ástand sjávar og auðlinda heldur en að tala í síbylju um að loftslag fari ekki hlýnandi og jöklar ekki minnkandi, heldur sé það þveröfugt. 

Einnig tíðkast mjög að slengja fram fullyrðingum um að bruni í rafbílum séu margfalt tíðari en í eldsneytisknúnum bílum, þótt tölurnar sýni hið þveröfuga. 

En um súrnun sjávar er bæði erfiðara að kasta rýrð á mælingarnar á því og á þau stórfelldu neikvæðu áhrif sem súrnun og mengun hefur, meðal annars á kóralrif heimsins og kalk, sem er undirstaða mikils hluta sjávarlífs. 

Því er val að umhverfisráðherrar Norðurlanda hafi nú undirritað yfirlýsingu um sjálfbærni í nytjun sjávarlífs, þótt orðin ein og sér dugi ekki, eins og Greta Thunberg hefur bent á. 


mbl.is Sjórinn er mikilvæg matarkista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Ómar Ragnarsson.

Þar sem þú ert búinn að skilgreina orkunotkun jarðarbúa sem trúmál, þá hlýtur þú að ganga alla leið og biðja orkubænir alla daga, fara í orkumessur að minnsta kosti nokkrum sinnum á ári og hætta notkun á öllu sem framleitt er með orku sem fellur ekki að trúarskoðunum þínum á þessu sviði. Það er algert lágmark fyrst að þú boðar þetta meinta orkuhreinlífi af svona miklum ákafa.

Allt það drasl, dót og tól sem þú ert með og býrð í, er framleitt með andtrúarlegum aðferðum sbr. orkuguðspjall þitt: Rafhjólið, hábölvaður "nýmóðins" rafgeymir þess sem stendur fyrir 50 prósentum af blýnotkun í heiminum, ljósaslökkvarinn, flugvélin þín, bíllinn þinn, tölvan þín, skórnir, síminn, hurðahúnninn, derhúfan, sjúkrahúsið þitt, læknamenntun til að gera við þig, fötin þín, sjónvarpið þitt, túrbínurnar í virkjunum, steypujárnið í stíflunum, raforku-leiðslurnar, grjótmulningsvélar, jarðvinnsla við stíflugerð og menntun verkfræðinga. Öllu þessu verður þú að kasta frá þér og borga 50 þúsund prósent skatta við kassa-1, og þar með hætta að lífa því góða lífi sem þú hefur lifað. Allir sem náð hafa þínum aldri ættu að minnsta kosti að sýna bara smá þakklætisvott fyrir að hafa að minnsta kosti náð svona langt.

En hvað gerist þegar lögmálin um entropy fara að hafa áhrif á loftslag jarðar. Hvað munu 650 milljón vindmyllur ná að kalla af hörmungum yfir jörðina Ómar? - þegar þær tappa vindorkunni af gufuhvolfinu, skila engu í staðinn og framleiða þarf nýjar á aðeins 25 ára fresti. Geturðu svarað því?

Nóttu lífsins Ómar. Það getur nefnilega alltaf orðið verra en þar er, því minnsta málið alltaf er að eyðileggja það sem tók svo ofboðslega langan tíma að byggja upp. Það tekur bara smátíma að eyðuleggja það, eins og fróður maður og þú ert, örugglega veist.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2019 kl. 02:35

2 identicon

Glópahlýnunarsinnar furða sig á tregðu andstæðinga óheftrar skattlagningar og þvingaðra orkuskipta til að þiggja sem sannleik trú þeirra sem kenna sér um allar breytingar á veðri. En frá því fyrstu geitinni var fórnað í helli til að bæta fyrir syndir og stöðva storm hefur sú fullvissa sameinað mannkyn að veðri verður ekki breytt til batnaðar nema með miklum fórnum.

Með hlýnandi loftslagi hlýnar sjórinn og tekur breytingum. Það segir ekkert um hver ástæða hlýnunar loftslagsins er. Hlýnandi sjór súrnar og breytir lífsskilyrðum fiska og sjáfargróðurs. Þær lífverur sem ekki geta fært sig úr stað drepast. Þannig hefur það verið síðan líf kviknaði fyrst á jörðinni.

Jarðefnaeldsneyti er, og hefur ætíð verið, takmörkuð auðlind. Öll nýting er því, og hefur ætíð verið, rányrkja. Og hvort takmörkuð auðlind klárast á þessari öld eða einhverri annarri skiptir engu máli. Við þurfum ekki að spara þær auðlindir svo einhverjar framtíðar kynslóðir geti átt heiðurinn af að klára þær.

Vagn (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 02:46

3 identicon

Það er ekki skemmtilegt að lesa sum ummæli innbyggja um hlýnun Jarðar og um rányrkju takmarkaðra auðlinda hennar. Hvað veldur þessum kjánaskap og vanþekkingu? Einangrun landsins, pólitískur rétttrúnaður, lítil menntun, entropy og enthalpy fáviskunnar?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband