5.11.2019 | 07:56
Mun aukinn hraði og harka auka vellíðun nemanda?
Það er laukrétt hjá menntamálaráðherra að vellíðan sé forsenda góðs námsárangurs í skólakerfinu.
Nú er mikið rætt um fyrirbæri, sem átti sér ekkert heiti fyrr en nýlega, svonefnda kulnun í starfi.
Hún veldur því að jafnvel hámenntuðu og hæfileikaríku fólki fær hvergi það út úr störfum sínum, sem hæfileikar þess og geta standa til.
Nám, allan grunnskólann og einnig framhaldsnám, er starf, vinna. Nú þarf að víkka út það svið, sem kulnun getur náð til, sem sé, allt niður í grunnskóla, og fara að vinna að því að nemendur fái það út úr hæfileikum sínum og getu sem er í samræmi við það þeir geta lagt fram í náminu. Hugmyndir um að auka stórlega námshraða og námshörku til þess að fá fram "sparnað, hagvöxt og mótvægi við fjölgun ellilífeyrisþega, kunna að líta vel út á exelskjölum, en er það þá alveg víst að vellíðan nemenda verði meiri, vellíðan, sem nú þegar virðist frekar vera skortur á en hitt?
Tengja þurfi saman vellíðan og árangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vellíðan er kannski nauðsynleg forsenda árangurs. Það er þó ekki endilega alveg víst. Ég held til dæmis að nemendur í breskum heimavistarskólum á 19. öld hafi náð ágætum námsárangri upp til hópa þrátt fyrir vinnuhörku og ofbeldi.
En hvað um það: Jafnvel þótt við föllumst á að vellíðan sé nauðsynleg forsenda, þá er nokkuð ljóst að hún er ekki nægjanleg forsenda.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.11.2019 kl. 09:07
Vanlíðan nemanda í framháldsnámi gæti verið til komin vegna þess að í dag sækja margir unglingar í slíkt nám án þess að vilji og hæfileikar séu fyrir hendi. Til samanburðar; í Sviss fer sirka einn fjórði nemanda í framhaldsnám; mennta- og háskólanám. Hinir nær allir í verknám (Berufsbildung) sem er meira og minna á vegum fyrirtækja. Verknámskerfi Svisslendinga hefur vakið athygli víða um heim.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2019 kl. 10:35
Nákvæmlega. En hérlendis (það var í fréttum bara síðast í gær) virðist markmiðið vera að fjölga þeim sem fara í háskólanám. Á sama tíma er kvartað undan því að of fáir fari í verknám!
Það er auðvelt að setja markmið.
Það er erfitt að svara því hvers vegna markmiðið ætti að vera hið setta markmið.
Um það vill enginn hugsa.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.11.2019 kl. 16:36
Þar sem ég vinn þá búast flestir við skipulagsbreytingum (uppsögnum) og því auðvelt að finna fyrir vaxandi "einkennum eins svefntruflunum, pirringi, neikvæðni,kvíða og einbeitingarskorti í vinnunni." líkt og ungi læknirinn, en ekki vantar gleðina í mannauðsstefnuna https://reykjavik.is/mannaudsstefna
Grímur (IP-tala skráð) 5.11.2019 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.