7.11.2019 | 23:30
Hver er stærsti ókostur falsfrétta?
Stigmögnun svonefndra falsfrétta varðandi stjórnmál undanfarin ár er auðvitað alvarleg ógn við lýðræðið, en annar ókostur þeirra er jafnvel enn verri, en er það lúmskur, að sjaldan er á hann minnsti.
Hann er sá, að þegar magn stórlega misvísandi frétta er komið yfir ákveðin mörk, myndast hætta á því að meirihluti kjósenda hætti að trúa nokkurri frétt, hvor sem það er falsfrétt eða óhrekjanleg staðreynd sem felst í henni og bæti jafnvel um betur með því að hætta alveg að fylgjast með nauðsyhlegum staðreyndum.
Ef niðurstaðan verður þessi, hrynur helsta grunnstoð virks nútima lýðræðis.
Og stuðningsmenn helstu talsmanna þjóðernisofstækis og svokallaðra sterkra leiðtoga þeirra, sem vilja beita svipuðum aðferðum og notaðar voru fyrir Seinni heimsstyrjöld, eru að sjálfsogðu manna iðnastir við að breiða út eigin falsfréttir en saka jafnframt aðra hástöfum um að gera það.
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.