Aldrei að vita hvað kaupahéðnum dettur í hug.

Black Friday og Cyber Monday eru dæmigerðir fyrir það að meira að segja sé hægt fyrir kaupahéðna að nýta atburð í sögu Bandaríkjanna, sem hafa engin tengsl við aðrar þjóðir, til þess að gera sér stórgróða. 

Í þessu tilfelli er atburðurinn landnám hóps Englendinga á austurströnd Bandaríkjanna, sem fæddi af sér Thanksgiving day. 

Nú bregður svo við að það eru Kínverjar sem eiga hugmyndina að degi einhleypra, sem er margfalt skárri hugmynd eins og hinar tvær og alveg jafn ágæt og dagur elskenda, sem á sér sögu margar aldir aftur í tímann í mörgum löndum. 


mbl.is Orðinn stærstur af „risunum þremur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landnám hóps Englendinga var á austurströnd Norður Ameríku, Bandaríkin voru ekki til. Og leitun er að landnámi sem hefur eins mikil tengsl við aðrar þjóðir og landnám Norður Ameríku. Thanksgiving kom með þessum landnemum frá Englandi.

Thanksgiving day var lengi vel á reiki, bæði hvað varðaði fjölda þeirra á ári og dagsetningar auk þess sem hvert ríki hafði sinn hátt. Upprunalegu ensku pílagrímarnir héldu til dæmis ekki upp á jól en voru með nokkra þakkargjörðardaga á ári, siður sem þeir tóku með sér frá Englandi. 1956 var fyrsta árið sem öll ríki Bandaríkjanna héldu upp á Thanksgiving day á sama degi.

Dagur einhleypra í Kína er einnig dagur elskenda og er vinsæll dagur til giftinga. Sennilega er Kína utan áhrifasvæðis Ítalskra píslarvotta og Því hafa þeir haldið í sinn dag. Internetið afmáir svo öll landamæri og gerir þessa daga alþjóðlega.

Valentínusardagurinn var fyrsti dagurinn sem var tekinn yfir af kaupahéðnum. Hann var "verslunarvæddur" á nítjándu öld. Undanfari Black Friday, Cyber Monday, ferminga, degi einhleypra, Boxing Day, konudagsins og Jólanna, svo nokkrir séu nefndir. Og glöð fóðrum við kaupahéðnana með kaupum á blómum og jólagjöfum og blekkjum okkur til að halda það þjóðlegan gamlan sið.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband