12.11.2019 | 19:21
Kommatittir í hverju horni.
Joseph McCarthy varð heimsfrægur á fyrstu árum sjötta áratugarins fyrir að sjá kommatitti í hverju horni í Bandarikjunum.
Hér heima var einnig lenska að allir þeir, sem ekki voru hægri menn væru kallaðir kommar.
Maður hefði haldið að eftir lok Kalda stríðsins myndi þessi kækur hverfa, en þegar litið er á sumar bloggsíðurnar um þessar mundir má sjá, til eru þeir sem sjá kommúnista í hverju horni, nú síðast stjórnlagaráð í heillu lagi og sveitarstjórnir um allt land.
Þessi árátta hefur að vísu gosið upp á blogginu aftur og aftur en virðist nú stefna í að ná nýjum hæðum.
Tökum dæmi úr stjórnlagaráði.
Formaðurinn var Salvör Nordal, systur Ólafar heitinnar Nordal, sem þá var varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þokkalegur kommatittur það.
Varaformaður var Ari Teitsson, fyrrum frambjóðandi Framsóknarflokksins og formaður Samtaka sauðfjárbænda. Þokkalegur kommatittur það.
Í rannsókn DV á stjórnmálastarfi stjórnlagaráðsfulltrúa kom í ljós að meirihluti, 13 af 25, höfðu starfað fyrir stjórnmálaflokka.
Flestir þeirra höfðu starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða fimm og einn hafði bæði verið Alþingismaður og borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þokkalegur kommatittur það og heldur betur svakalegur kommatittaflokkurinn sá!
Þrír höfðu tengst Framsóknarflokknum, þeim harðsvíraða kommatittaflokki, og því drjúgur meirihluti 13 menninganna búinn að leggja Sjalla-Framsóknar ríkisstjórnum lið, þeim forstokkuðu kommatittaríkisstjórnum!
Athugasemdir
Hættið að elta ólar við ruglið sem vellur upp úr Davíð Oddssyni. Afglapi sem komst til valda og metorða langt umfram gáfur og menntun. Það er rannsóknarefni hvernig slíkt gat gerst. Dabbi hefur aðeins meðal greind, var lítill námsmaður og svo slakur málamaður að hann getur ekki tjáð sig skammarlaust á neinu erlendu tungumáli. Brandarakall.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 20:52
Haukur Kristinsson er greinilega vel greindur.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 22:22
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar / Haukur og Hörður Þormar !
Þeir leynast víða: Samherjarnir í íslenzku þjóðlífi:: sbr. það lið, sem samþykkti Orkupakka III í September brjun s.l. á alþingi, til þess að þóknast Fjórða ríkinu (Evrópusambandinu), t.d.
Á K Æ R A
Á hendur þeim alþingismönnum Suðurkjördæmis; hverjir greiddu atkvæði sín til
samþykkis Orkupakka Evrópusambandsins (nr. III), þann 2. September s.l.:
Páll Magnússon (Sjálfstæðisflokki)
Ásgerður K. Gylfadóttir (Framsóknarflokki)
Ari Trausti Guðmundsson (Vinstri grænum)
Smári McCarthy (Pírötum)
Unnur Brá Konráðsdóttir (Sjálfstæðisflokki)
Jóhann Friðrik Friðriksson (Framsóknarflokki)
Sel síðan Lögreglunni á Suðurlandi sjálfdæmi um; hvers lags meðferð þau : Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki) og Oddný G. Harðardóttir (Samfylkingu) skuli sæta / líka sem og Silja Dögg Gunnarsdóttir (Framsóknarflokki) svo og Vilhjálmur Árnason (Sjálfstæðisflokki), en ekkert þeirra 4urra virðast hafa komið við sögu :beint, á þeirri örlagastundu, sem 46 þingmenn landsins ákváðu, að gefa Fjórða ríkinu (Evrópusambandi Þjóðverjanna) fullkomið og frekara skotleyfi, á heildar framtíðar hagsmuni íslenzks almennings, til komandi áratuga – sem og alda, héðan: í frá.
Ákæra undirritaðs byggist á; að þau hin sex fyrstnefndu sæti stofufangelsi til að byrja með, unz frekari framvinda verði ákvörðuð, og hvetja vil ég Lögregluna á Suðurlandi jafnframt til, að setja sig í samband við umdæmin hin, gagnvart ráðstöfunum til handa þeim þingmönnum öðrum, sem sviku land og mið / sem fólk og fénað svo hraksmánarlega í tryggðum með háttalagi sínu, í Septemberbyrjun, síðast liðnum.
Jafnframt; vil ég benda á nauðsyn þess, að Lögreglan í landinu öllu, leggizt nú á þær árar, að fá til liðveizlu Landhelgisgæzluliða, sem og Tollheimtumenn (Tollgæzlu), til þeirrar brýnu aðfarar að síversnandi starfsháttum alþingis og stjórnarráðs, sem nauðsynleg er: til þess að íslenzk alþýða fái rönd við reist, þeirri stigmögnun alls lags hryðjuverka af hálfu þorra stjórnmála- og embættismanna í landinu, sem með engu móti sé við unandi:: hvað þá búandi, á komandi tímum.
Hveragerði 30. September 2019 / 16. Október 2019
Óskar Helgi Helgason -
Sölumaður sérhæfðra Málmiðnaðar verkfæra, til sjávar og sveita
Þetta skjal: sendi ég Benedikt V. Warén, mætum Austfirðingi í síðasta mánuði, á síðu hans:: hér á Mbl. vefnum.
Skemmzt er frá að segja: að fremur dauflegar undirtektir hlaut ég hjá Selfosslögreglu við því / enn:: sem komið er a.m.k., en er ekki búinn að segja mitt síðasta orð, þar um.
Þeir leynast víða - og fela sig, Samherjarnir hérlendu piltar, en ekki væri nú lakara, ef þeir Ríkissjónvarpsins Kveikarar flettu einnig ofan af sora þeim, sem Engeyjar ættin flýtur nú ofan á, eins og vel Olíuborinn Korktappi með því liði öðru:: ásamt Guðna Th. Jóhannessyni suður á Bessastöðum, hver sleikti út sín bæði munnvik af áfergju, eftir undirritunina á pappíra fargani Orku pakkanns III., fyrr í Haust !
Með ágætum kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.