13.11.2019 | 08:37
Hagatorgið ekki jafn hringur og mætti setja það á safn.
Hagatorg var strax í byrjun ekki jafn hringur, heldur var það með lymskulega krappri beygju gegnt suðurenda Bændahallarinnar.
Ef ekið var eins hratt upp við graseyju torgsins og unnt var, skrikuðu sumir bílar hressilega þegar farið var um fyrrnefndan kafla hringsins.
Á einstaka bíltegundum þessa tíma krarfðist það ítrustu akstursfærni að halda þeim alveg inni við hringinn, og var Skoda 1000 MB og 120 alveg sérstaklega varasamur að þessu leyti þegar hann skvetti afturendanum hressilega til.
Torgið er því svo sannarlega svo einstakt hvað fleira snertir en þrengingar og staðsetningu strætóskýlis, að það mætti setja það í heilu lagi á safn.
Hagatorg er sagt óhefðbundið og því ekki farið að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru hvorki umferðalög um hringtorgin né hvort sveitarfélög ákveða að brjóta þau lög, sem veldur vanda. Ekki heldur lögun þeirra, hvort þau eru hringlaga eða spoiskjulaga. Það eru hringtorgin sjálf sem eru vandamál.
Einfaldadta og besta lausnin er að banna hringtorg með öllu.
Gunnar Heiðarsson, 13.11.2019 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.