16.11.2019 | 00:39
Bara forsmekkur af því, sem koma skal?
Hundruð milljóna jarðarbúa eiga heima á svæðum, sem munu sökkva í sæ með hækkandi sjávarstöðu.
Einkum eru það milljóna tuga hafnarborgir, sem flæða munu í kaf, hægt og bítandi ef marka má spár þar um.
Rétt er að ítreka það, að allt tal um að breytingar vegna hlýnunar loftslags hafi ekki haft slíkar afleiðingar fyrir eitt þúsund eða tvö þúsund árum er út í bláinn, því að svæðin, sem um ræðir voru lítt eða ekki byggð fyrrum, þegar mannfjöldi á jörðinni var aðeins lítið brot af því sem nú er.
Og það er ekki hægt að yppta öxlum og segja að um sé að ræða einn metra eða ðrfáa metra, því að það hefur ótrúlega mikil áhrif þar sem flatlendið er gersamlega lárétt, þótt hækkun sjávar sé mæld í brotum úr metrum.
Það blekkir líka, að það langt getur verið á milli stórflóða, að það sé ekki fyrr en í flóði eftir áratugi, sem veikleikinn kemur í ljós.
Við höfum eyðilagt Feneyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Rétt er að ítreka það, að allt tal um að breytingar vegna hlýnunar loftslags hafi ekki haft slíkar afleiðingar fyrir eitt þúsund eða tvö þúsund árum er út í bláinn, því að svæðin, sem um ræðir voru lítt eða ekki byggð fyrrum, þegar mannfjöldi á jörðinni var aðeins lítið brot af því sem nú er. ,,
Rétt er að ítreka það. Ekki voru hlýindin af mannavöldum í þá daga.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.11.2019 kl. 09:49
Fyrir ca. 40 árum man ég eftir fréttum frá Feneyjum. Þá var talað um að bjarga málum vegna flóða. En þá var ekkert verið að tala um hlýnun og hækkandi sjávarstöðu, heldur var (og er?) vandamálið á Feneyjar eru að síga.
Eyjan, ef eyju skal kalla, er byggð að mig minnir á sandrifi, gott ef ekki vegna árframburðar.
En nú kemst ekkert annað að en hamfarhlýnun af mannavöldum og fólk leggst umvörpum í rúmið vegna loftslagskvíða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2019 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.