Var, er og verður því miður áfram mesta ógnin.

Sömu rök gilda um tvær stærstu ógnirnar, sem mannkynið stendur frammi fyrir:  Annars vegar þurrð auðlinda og loftslagsbreytingar en hins vegar tilvist kjarnorkuvopna. 

Um hvort tveggja ætti það að gilda að náttúran og mannkynið eiga að njóta vafans. 

Af þessu tvennu er tilvist kjarnorkuvopna miklu alvarlegra mál, vegna þess að stríð sem gæti eytt öllu lífi á jörðinni á nokkrum klukkustundum, getur hvenær, sem er, skollið á fyrir mistök eða rangar ákvarðanir, eins og sannaðist óþyurmilga fyrir 36 árum. 

Þá var það bilun í tölvu sem skóp hættuna en hugrakkur og skynsamur starfsmaður tók erfiða ákvörðun, sem reyndist vera rétt. 

Í umræðunni núna um loftslagsvána er stundum rætt um kjarnorkukvíða unga fólksins í Kalda stríðinu sem eitthvað fjarlægt fyrirbæri, sem væri löngu horfið. 

Nefnt er að kjarnorkuvopnum hafi verið fækkað mikið, en í raun skiptir það litlu máli hvort það hafi verið dregið þannig úr eyðingargetu þeirra að áður hafi þau getað drepið kjarnorkuþjóðirnar tíu sinnum en aðeins tvisvar sinnum nú. 

En kvíði unga fólksins ætti að vera skiljanlegur ef þess er gætt, að nú hefur lofstslagsváin bæst við kjarnorkuvána. 

 


mbl.is Páfi segir kjarnavopn „ósiðleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugsa að ógnin af kjarnorkuvopnum sé ekki tengd fjölda vopnanna heldur fremur fjölda ríkjanna sem eiga þau. Því fleiri sem þau eru, því líklegra er að einhver vitleysingur nái einhvers staðar völdum og ákveði að nota vopnin.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2019 kl. 23:22

2 identicon

er ekki kvíði versta ógn nútímans einkennilegt í öllu frjálindinu sem gengur yfir mankyn nú um stundir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 08:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er skelfilegt þegar fullorðið fólk eins og þú Ómar gengur upp og hræðir börnin að ástæðulausu yfir einhverri loftslagsvá sem er kjaftæði frá upphafi til enda, gersamlega án vísindalegs rökstuðnings heldur trommað upp af AlGore og fjörtíuþúsund fíflunum hans frá París.

Halldór Jónsson, 28.11.2019 kl. 09:13

4 identicon

Ískjarnar úr Grænlandsjökli, segja söguna margar aldir aftur í tímann, þeir segja frá og staðfesta hlýrri tímabil í jarðsögunni en nú er, og hærra kolefnisgildi í andrúmsloftinu en nú er, og ekki var það þá af manna völdum.                      Við landnám var landið skógji vaxið frá fjöru hátt til fjalla,og þá hlýtur að hafa verið mun hlýrra en nú er,þetta er marg búið að sanna af jarðvísindamönnum.   Fólk verður að fara að taka mark á staðreindum jarðsögunnar.                     Legg það til að gagnrín hugsun verði tekin upp sem skyldufag í skólum landsins.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 14:34

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sveiflur fyrir milljonum ára þegar ekkert mannkyn var til segja ekkert til um áhrifin af stórfelldum vexti co2 núna. 

Ómar Ragnarsson, 28.11.2019 kl. 18:50

6 identicon

Það er alveg nóg að skoða sveiflur síðastliðinna tíuþúsund ára, þær segja alla söguna - Mannkynssöguna - Þarf ekki einu sinni að skoða jarðsöguna. Á víkingatímanum var 1,5°C hærra hitastig en í dag. Enda var korn ræktað um allt land. Þegar Egiptar hófu að byggja píramída sína þá voru ekki einir einustu jöklar á Íslandi. Og það eru ekki nema 4.500 ár síðan.

Af hverju að berjast eins og kjánar á móti því sem gerir jörðina grónari og gróskumeiri eins og nýjustu rannsóknir NASA sína fram á að dulítil endurhlýnun jarðar leiði til? Það geri auðveldara fyrir að fæða þó milljarði jarðarbúa sem nú eru uppi en auki ekki hungur eins og hlýnunarsinnar halda.

Dulítil endurhlýnun jarðar mun því leiða 97% til jákvæðra hluta en kannski 3% neikvæðra. Hvernig dettur mönnum í hug að berjast á móti því sem er jákvætt en fyrir því sem er neikvætt??

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 20:10

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið snýst um hraða breytinganna. Það eru voðalega margir sem eiga alveg óskaplega bágt með að skilja þetta.

En sumir vilja heldur ekki skilja það, og þá verður málflutningurinn oft ansi skrítinn. Eins og til dæmis að píramídarnir hafi verið byggðir fyrir 4-500 árum, sbr. staðhæfinguna hér að ofan. 

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2019 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband