26.12.2019 | 00:33
Pele spáði að Neymar yrði sá besti.
Brasilíska goðsögnin Pele spáði því, þegar Neymar kom kornungur fyrst fram á sjónarsviðið, að hann ætti möguleika á að verða besti og tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.
Svona spádómar get oft verið tvíbentir þegar það er tekið með í reikninginn, hvað meiðsli og alls kyns uppákomur geta oft sett strik í reikninginn hjá knattspyrnumönnum, vegna þess hve íþróttin getur oft verið hörð og miskunnarlaus.
Einstaka sinnum hefur Neymar sýnt takta, sem hafa lofað góðu, og það var til dæmis athyglisvert að fylgjast með þætti hans í spili brasilíska landsliðsins þar sem hann var potturinn og pannan í öllu beittasta spilinu.
Gallinn við það var hins vegar sá, að það vantaði meiri fjölbreytni í sóknarleikinn, og andstæðingarnir voru fljótir að finna, hvernig best yrði hægt að bregðast við þessu á þann hátt að einbeita sér að því að láta alla, sem það gátu, hjóla í Neymar og gera honum lífið leitt.
En nú gengur Neymar sem sagt í gegnum erfitt tímabil þar sem atburðarásin er lævi blandin og óvissan virðist geta orðið nagandi.
Spádómur Pele hefur ekki ræst enn, hvað sem síðar verður.
![]() |
Hafa ekki gefist upp á Neymar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer er nú dómgæslan í knattspyrnuleikjum í dag þannig að mjög sjaldgæft er að sjá ljót brot þar sem ætlað er að meiða andstæðinginn.
Það er þó vissulega undarlegt að sjá menn fá harðari refsingu fyrir að fara úr treyjunni en að sparka viljandi í andstæðinginn. En það er ekki verið að nota VAR tæknina rétt og heimta að dómari leggi mat á hvað séu ósæmilegt orðbragð er bara fáranlegt
Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.