26.12.2019 | 14:43
Spennan eykst meðal litlu rafbílanna.
Ein algengasta mótbáran gegn því að kaupa rafbíl hefur verið sú, að þeir séu of dýrir.
"Litli maðurinn" hefur ekki efni á því að kaupa fimm milljón króna bíl, en nýr Opel Corsa-e gæti orðið einn af þeim nýju bílum, sem ættu þátt í að breyta því.
Minnstu rafbílarnir hafa haft þann galla, til dæmis Volkswagen e-up!, Mitsubishi Mi-EV og Smart, að drægnin, með í kringum 20 kílóvattstunda rafhlöður, hefur verið i slakasta lagi, í íslenskum raunveruleika aðeins um 90 kílómetrar.
Ef takmörkun er á því hve hratt er hægt að hlaða slíkan bíl, verður til dæmis tímafrekt að fara austur á Selfoss eða í Borgarnes og til baka.
Tveggja sæta afbíll síðuhafa kostaði aðeins tvær milljónir nýr og er með aðeins 13 kílóvattstunda rafhlöðu, en vegna þess að hann er aðeins 760 kíló og meira en tvöfalt léttari en flestir aðrir rafbílar, er drægnin að meðaltali 90 kílómetrar að sumarlagi og niður í 80 á veturna og hámarkshraðinn getur farið yfir 90 km/klst.
Aðeins tveir bílar af þessari gerð, Tazzari Zero, hafa verið fluttir til landsins.
Þegar erlendir bílasérfræðingar velja þann bíl, sem þeir telja bestu bílkaupin, verður að taka tillit til kaupverðsins og niðurstaðan getur orðið spennandi fyrir fjölda fólks.
Opel Ampera-e hefur verið vel það vel heppnaður að það verður verulega spennandi að sjá, hverju minni rafbíll, Opel Corsa-e, lumar á.
Hann verður ódýrari en Ampera´-e, er um 200 kílóum léttari, en samt með 48 kílóvattstunda rafhlöðu, sem gefur líklega meira en 300 kílómetra drægi á islensku sumri.
Í vor er von á Volkswagen e-up! með 36 kílóvattstunda rafhlöðu á verði um þrjár milljónir, og i ljósi kosta fyrri e-up! bíla verður það líka spennandi kostur.
Opel Corsa útnefnd bestu kaupin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.