Kolefnissporið, sem gleymist; nýting gatnakerfisins.

Nú er spáð 40-50 þúsund manna fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu, og ef marka má fjölgun bíla hingað til, gæti það þýtt að 40 þúsund stækkandi bílar muni bætast við þá tæplega 200 þúsund, sem fyrir eru. 

Orkunotkun þesara nýju bíla skiptir engu;  þótt allir þessir bílar yrðu rafbílar, myndu líkast til taka jafn mikið rými í gatnakerfinu og eldsneytisbílar. 

Tvennt blasir við:

1.  Það verður hvorki tæknilega né peningalega hægt að koma öllum þessum 40 þúsund viðbótarbílum fyrir í gatnakerfinu, án þess að umferðarteppur vaxi; og takið eftir orðalaginu; gatnakerfið er ekki aðeins götur og akvegir, heldur líka bílastæði.

2. Vaxandi tafir og þrengsli í umferðinni hafa heilmikið kolefnisspor í för með sér, en það heyrist aldrei nefnt eða reiknað út í umfjöllun um mismunandi farartæki. Náttfari, Léttir og RAF

Þegar ON birti yfirlit yfir kolefnisspor eldsneytisbíla og rafbíla, vantaði alveg taka þetta sérstaklega fyrir og hafa það með í reikningnumm varðandi léttbifhjól, bæði rafknúin og eldsneytisknúin: (Ca  125 cc og minni)

1. Slík hjól má nota eins og gert er erlendis, til þess að smjúga um í umferðinni, þannig, að þegar umferðin er þrúguð af farartækjafjölda, skapar eitt léttbifhjól rými fyrir einn einkabíl, bæði á götunum og bílastæðum. Þarna er falinn ávinningur hvað snertir kolefnisspor, sem aldrei er nefndur. 

2. Léttbifhjól eru tíu sinnum ódýrari, tíu sinnum léttari og margfalt einfaldari en rafbílar, og þar er innifalinn ávinningur sem ekki sést nefndur varðandi það auka kolefnisspor, sem fylgir því að vinna fyrir tíu sinnum hærra kaupverði, afskriftum, framleiðslukostnaði, rekstrarkostnaði og förgun. 

 

 


mbl.is Óvenjulegt bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki hafa áhyggjur af kolefnisspori.  Hallormsstaðaskógur hefur alltaf stærra spor en þú, sama hvað þú reynir.
Gleymdu þessu, þetta er áróður fólks sem klæðir sig upp eins og býflugur og límir sig við strætó, sigar svo vangefnum stelpum á okkur þegar það bregst.  Ég bíð bara eftir hryðjuverkunum.

Þú hefur ekki gott af einhverri vitleysu.
Gleðileg Jól.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2019 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loftslagsmálin og orkuskiptin breyta semsagt ekki þeirri staðreynd að halda þarf áfram að byggja upp innviði þ.m.t. umferðarmannvirki, í takt við vaxandi mannfjölda. Ágætt að menn geri sér grein fyrir því.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2019 kl. 22:37

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Merkileg þessi hjól, þurfa ekkert pláss, þegar þeim er lagt. 40 þusund hjól í umferðinni tækju pláss eins og um 7000 bilar í bílastæðum, Stór hluti bíla í umferðinni eru vinnubílar. Starfsenn eru frekar sendir á bílum heim en geyma þá á vinnustaðnum vegna skemdaverka og þjófnaðar, eins einyrkjar/verktakar sem nota bílinn sem verkfærageymslu.  Þessi mikla umferð er ekki fólk í og úr vinnu, stór hluti er vegna vinnu.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.12.2019 kl. 23:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er nú sérlega mikill jólasvipur á því að kalla Gretu Thunberg og aðrar ungar stúlkur "vangefnar stelpur" sem séu að kalla yfir okkur hryðjuverk. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2019 kl. 23:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skipulagning er lykilatriði.

Risastór hluti af umferð í Reykjavík er vegna íbúa nágrannasveitarfélaga sem eru að koma til og frá vinnu í Reykjavík. Afhverju getur þetta fólk ekki bara unnið í sínum heimabæ? Ef atvinnulíf á suðvesturhorni landsins væri skipulagt þannig að næg atvinnutækifæri og þjónusta væru fyrir hendi í hverju sveitarfélagi fyrir íbúa þess gæti það létt gríðarlega á umferðinni. Þá myndi líka lifna talsvert yfir svefnbæjunum í kringum borgina.

Slíka heildarhugsun skortir því miður hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2019 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband