31.12.2019 | 17:11
Nýtt ár og mýtan um ómögulega veðrið.
Gamalt ár er að kveðja og nýtt að taka við.
Myndirnar hér á síðunni voru teknar í myndatökuferð á dögunum og eiga að tákna nýársóskir og þakkir á brúðkaupsdegi, þegar oft er sungið lagið "Máninn hátt á himni skín.
Bókaskrif og hjólaferðir gætu orðið verkefni á nýju ári ef Guð lofar.
Á sokkabandsárum sínum notaði síðuhafi reiðhjól til ferða af miklum móð til 19 ára aldurs, en hljóp þá yfir skellinöðru- og vélhjólatímabilið og fékk sér minnsta og umhverfismildasta bíl landsins. Á þessum árum var hugtakið neglt vetrardekk ekki til eins og það er nú.
Þegar afar hentugu rafreiðhjóli skolaði til hans 2015 hafði mýtan um að ómögulegt væri að nota hjól til ferða á Íslandi vegna veðurlags haft þau áhrif að hann var farinn að halda að svona væri þetta og ætlaði í fyrstu að selja hjólið.
En rafhlaðan var í ólagi og þar að auki notuð skökk aðferð við að hlaða, svo að í staðinn var reynt að hressa upp á rafhlöðuna. Það varð hins vegar til þess í hönd fór nýtt hjólatímabil, sem ruddi burtu þeim fordómum, sem höfðu myndast á 56 árum.
Fjögurra ára reynsla af notkun hjóla er sú, að aldrei þarf að falla niður sú vika, að ekki sé hægt að hjóla, og frá apríl fram í september síðasta ár var fært til ferða á hjólum hvern einasta dag.
Það má orða þetta þannig að það sé verið að reyna að endurheimta glötuð unglingsár.
Í mesta óveðursmánuði ársins var rafknúnu hjólaskútunum ekið hátt í átta þúsund kílómetra hjá einni hjólaleigu. Það segir sína sögu. Frá Brussel er það að frétta, að þar í borg hefur þessi ferðamáti sprungið út með stæl á liðnu ári.
Ferðuðust 7.607 km í desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað meðð axlarbrotin og aðrar skrokkskjóður, jafnvel lífshættulegar?
Halldór Jónsson, 1.1.2020 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.